31.8.2007 | 02:20
samskipti á vinnustað í Ameríku
það er vandlifað hér í Ameríku þar sem eru 150 menningarheimar og 4 kynslóðir á stórum vinnustöðum. Maður finnur það hér að maður þarf að fara varlega í gríninu..allt gæti sært einhvern....
VideoJug: Introduction To American Business Etiquette
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 01:53
Sushi
Fór út að borða í kvöld með stelpunni sem lánaði mér herbergið sitt og kærasta hennar. Fórum á Sushi stað í gamla miðbænum sem var mjög góður. Fékk líka góðan japanskan bjór.
Þau, parið, hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands en hðfðu heyrt að það væri dýrt, sem það er, bjór á veitingastað heima er á um 12$ meðan hann kostar um 3-4$ hér. En þau voru hrifin af ríkisreknu heilbrigðiskerfi og greiddum frídögum sem er ekki fyrir að fara hér. Á spítalanum fæ ég 26 daga yfir árið sem greidda frídaga en inni í því eru allir veikindadagar sem ég mun taka og allir opinberir frídagar. Þannig að fríið er sama sem ekki neitt. Svona er þetta hér, fólk fær ekki frí(sjá blogg neðar), engin stéttarfélög. Samt er Evrópa afkastameiri en Ameríkanar. Fólk þarf frí og hvíld.
Annars eru góðir hlutir að gerast, fékk 400$ ávísun óvænt sem endurgreiðslu frá prógramminu, fékk fría gistingu hér í viku og stelpan ætlar að lána mér bílinn sinn í viku frítt. JEJ. Ég er að skoða með að kaupa bíl en get það ekki fyrr en ég fæ kennitölu hér sem gæti tekið 2-4 vikur, eins fæ ég ekki laun fyrr en ég fæ kennitölu. Þannig að þetta kemur sér allt mjög vel. God is good.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 22:15
Maya Angelou
I've learned that people will forget what you said, people will forget what you did, but people will never forget how you made them feel.
| |
|

love life, engage in it, give it all you've got. love it with a passion, because life truly does give back, many times over, what you put into it
You can only become truly accomplished at something you love. Don't make money your goal. Instead, pursue the things you love doing, and then do them so well that people can't take their eyes off you.
this is my life. it is my one time to be me. i want to experience every good thing.
I love to see a young girl go out and grab the world by the lapels. Life's a bitch. You've got to go out and kick ass.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 01:22
ólöglegt vinnuafl hér í USA
heyrði á tal löggu á súkrahúsinu í dag þar sem hún sagði að um 20 manns hefðu hlaupið af stað um leið og hún birtist á byggingarstað við sjúkrahúsið. Mexikanar sjálfsagt.
Ömurlegt ástand hérna og erfitt að ímynda sér að vera í þessum sporum, að vera ólöglegur verkamaður, sífelldur ótti og óöryggi. En ólöglegt vinnuafl heldur víst efnahagskerfi Evrópu, og örugglega Bandaríkjanna líka, uppi. Skúrkarnir eru þeir sem ráða fólkið til sín á lúsarlaunum. Ef að ríkið vill virkilega taka á þessu, sem ég held þeir vilji ekkert endilega því þetta er ein grunnstoðin, þá á að sekta atvinnurekendurna, því það eru þeir sem hagnast mest á þessu.
![]() |
Áhlaup gert á fyrirtæki sem er grunað um að ráða til sín óskráða innflytjendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 19:20
Aftur í Ameríku
Nú er ég komin út aftur. Ferðin alla leið hingað í gær var samanlagt 17 klt.. Það er fínt að vera komin aftur þó að ár virðist ansi langur tími til að vera hér. Hér er mikill hiti en þetta er fínn staður. Gistingin er frábær, þessi fría sem ég fann á netinu, hef alla efri hæðina fyrir mig og alla aðstöðu. Stelpan sem á þetta hús leigir það og býr annarstaðar. Hún er nálastungufræðingur eða hvað sem það kallast. Þetta er í gamla hluta bæjarins þar sem mikið er verið að gera upp gömul hús og þetta er mjög fallegt hverfi að mestum hluta. Hér er líka blandað, hvítir og svartir, búa saman, þannig að það er gott. Slíkt á ekki við um aðra hluta bæjarins.
Hér er mynd af húsin. Virkar lítið en er mjög stórt, er allt á lengdina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 12:44
Baby viking
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2007 | 12:39
Greiddir frídagar
24.8.2007 | 10:58
Góðir hlutir
Jej reddaði mér frírri gistingu þarna úti fyrstu dagana, en herbergið sem ég mun leigja fæ ég ekki fyrr en 1.sep. Þá spara ég mér að þurfa að leigja hótelherbergi og kynnist líka einhverju fólki þarna. Fann þessa fríu gistingu á couchsurfing.com sem er síða fyrir ferðalanga sem vilja gista frítt hjá fólki víðsvegar um heim. Mjög sniðugt sérstaklega þar sem bugdetið mitt er lágt eftir launalaust sumar.
Svoldið leiðinlegt að vera að fara héðan en það er víst málið við að fara, þá er gott að koma aftur og kunna betur að meta hlutina. Hver vegur að heiman er vegurinn heim. Hér er kraftur í hlutunum og nánast allir sem maður hittir eru í námi, að spá að fara í nám, spá í að skipta um starfsvetttvang, að eiga börn í leiðinni og allt að gerast. Í USA a.m.k. þar sem ég er, er meiri lognmolla og fólk á erfiðara um vik held ég að söðla um. Þar er líka svoldið gamaldags bragur á hlutunum, einsg að fara 20 ár aftur í tímann miðað við hér. Hef heyrt fleiri segja þetta sem hafa verið í USA. Svo telja þeir sig besta og fremsta í heimi...
Lenti í smá veseni með sendiráðið en bjúrókrasian er alveg að fara með þá... Segi ekki meira um það, þeir gætu lesið þetta. Læt vaða þegar ég er endanlega komin heim...hehe.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 09:46
Frænkurnar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2007 | 12:21
áhugaverð bók
Here if you need me eftir Kate Braestrup sem er chaplain með leitarsveitum í skógunum í Maine. Þar sem ég er að læra þetta fag þá er þetta áhugaverð bók og það sem ég hef lesið úr henni er mjög fallegt og hrífandi. Hún missti manninn sinn í bílslysi fyrir nokkrum árum og ákvað þá að verða prestur í Unitarian-Universalist kirkjunni.
Stunned and grieving, Kate decided to continue her husband's dream and became a minister herself. And in that capacity she found a most unusual mission: serving as the minister on search and rescue missions in the Maine woods, giving comfort to people whose loved ones are missing, and to the wardens who sometimes have to deal with awful outcomes. Whether she is with the parents of a 6-year-old girl who had wandered into the woods, with wardens as they search for a snowmobile rider trapped under the ice, or assisting a man whose sister left an infant seat and a suicide note in her car by the side of the road, Braestrup provides solace, understanding, and spiritual guidance when it's needed most.
Alert to comic detail even in grisly circumstances (bears, for example, like to play ball with human skulls), she tells stories of lost children, a suicide, drunken accidents and a murder, always with compassion and a concern for the big questions inescapably provoked by tragic events. "Why did Dad die?" her children ask, and her response describes not only her theology but also her reason for being a chaplain: "Nowhere in scripture does it say 'God is a car accident' or 'God is death.' God is justice and kindness, mercy, and always-always-love. So if you want to know where God is in this or in anything, look for love." (af Barnes and Nobles)
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 11:32
Hvað er fallegt fólk?

![]() |
Fallegt fólk þénar mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2007 | 10:57
Útitónleikar
Í Ameríku fór ég á tónleika í lystigarði og þar voru allir með sína stóla og borð og uppdúkkað og rauðvín í glösum. Vanalega standa allir hér á landi á slíkum samkundum. Á Klambratúni á lau. ákvað ég að hafa smá klassa á þessu og tók með mér teppi til að sitja á. Einstaka fólk var með stóla.
Tónleikar í Wilmington í sumar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 16:47
Það sem heimurinn borðar

Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 16:28
Vinátta

"Each friend represents a world in us, a world possibly not born until they arrive, and it is only by this meeting that a new world is born."
- Anais Nin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 13:38
Heima
Nú er ég komin heim í bili sem er mjög gott. Það er líka einsog ég hafi alltaf verið hér því lífið þarna úti er svo annar heimur. Er rétt að losna við flugriðuna og að venja mig við tíma mismuninn. Verðlagið hér er mesti gallinn en allt annað nánast einsog það á að vera...hehe. Það kostar 280 kr. í strætó og 350 kr. i sund. Þetta er dýrt. Kaffibolli á 300 kr. En allt hefur sína kosti og galla víst.
Fór með systur minni sem býr í Barcelona og manninum hennar og börnum í Borgarfjörðinn í gær. Fórum á Bjössarólo í Borgarnesi sem er mjög fallegur rólo gerður af gömlum manni sem gjöf til krakkanna í Borgarnesi. Eins heimsóttum við fjós og fylgdumst með þegar kýrnar fóru út í haga. Litla frænka var að hoppa á heyrúllum þarna hjá og sér þá lítinn kálf inn á milli rúllanna. Þar lá hann og var að fela sig. Svo hljóp hann út til hjarðarinnar. Þetta er víst í eðlinu að yngstu kálfarnir fela sig fyrir rándýrum og fara svo seinna til hjarðarinnar. Merkilegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.8.2007 | 14:23
Trú í Ameríku
Ameríkanar eru upp tilhópa mjög trúræknir leyfi ég mér að segja. Núna þar sem ég sit í stofunni á gistiheimilinu er hópur kaþólikka, 6 manns, að biðja saman með talnabandi.
Holy Mary, Mother of God,
pray for us sinners,
now and at the hour of our death.
Í gær á flugvellinum voru tvö eldri pör sem að voru að biðja borðbæn yfir Starbucks kaffi og með því.
Sjálf fór ég í Messu hjá biskupakirkjunni bandarísku(Episcopal Church in the USA) Hún er anglíkönsk kirkja sem hefur komist í sviðsljósið vegna þess að samkynhneigður biskup var vígður í embætti fyrir fjórum árum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2007 | 23:05
leigupiltar
Hvað á svo sem að kalla þetta fyrirbæri í Japan(hvar annarstaðar)? Karlmenn sem eru til leigu þegar þú vilt skemmta þér. Þeir eru líka svaka smart...eða þannig. Mjög sérstakt.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2007 | 21:22
í Baltimore
Er nú í Baltimore en flugið er ekki fyrr en á morgun og það annaðkvöld. Ég er því að drepa tímann hér en það er leiðinlegt þegar mann langar bara heim....
Baltimore er falleg niður við höfnina en 1-2 götum ofar er bara mjög óhuggulegt, fátækralegt. Það eru margir túristar hér núna og varla þverfótað fyrir fólki. Mikið um fólk í Red Socks treyjum og nú sé ég það á sjónvarpskjánum að það er að byrja hafnaboltaleikur hér í borg, Boston-Baltimore.
Horfi samt ekki á það þrátt fyrir leiða...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 11:41
á ferðalagi
er á flugvellinum í Charlotte á leið til Baltimore en þarf því miður að bíða hér í 2 tíma.
Svaf lítið í nótt og nóttina þar á undan því því það var risa kakkalakki í rúminu mínu í fyrrakvöld... Þannig að ég svaf í sófanum þá nótt, og í nótt var ég svo smeyk um að kakkalakkar myndu skríða uppí til mín að ég reyndi að sofa með ljósið á og augnbindi...Hef ógeð á þessum kvikindum. Málið er að húsið þar sem ég gisti síðustu daga er allt fullt af fúkka þannig að þetta var ekki nógu gott, tók ofnæmslyf útaf ólofti. Nú er fúkkalykt af hárinu á mér...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)