SM - Hausmynd

SM

Færsluflokkur: USA

Operation Deserter Storm II

HERdís

 


að gera eitthvað

skráði mig í Amnesty international í gær, líst ekki á blikuna hér bæði eftir ákveðið atvik hér um daginn og svo þetta með íslensku stelpuna á flugvellinum hér í Bandaríkjunum.

Mannréttindi:

Edmund Burke: The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing.

Noam Chomsky: The most effective way to restrict democracy is to transfer decision-making from the public arena to unaccountable institutions: kings and princes, priestly castes, military juntas, party dictatorships, or modern corporations.


Thanksgiving

er á fim. Mér hefur verið boðið í mat, þannig að það er gott. 

thg_18


Amexicano

Afrekaði það að fara á eina mynd á kvikmyndahátíðinni, Amexicano heitir hún, sem er leikin og fjallar um ólöglega innflytjendur hér, frá Mexíkó. Ansi góð mynd og ég hef sérstakan áhuga á þessu málefni m.a. vegna þess að spítalinn fær þónokkuð af ólöglegum innflytjendum til sín. Þau eru þá vanalega aldrei með skilríki og oftast ansi uggandi um sína stöðu. En spítalinn má ekki láta lögregluna vita af þeim samkvæmt lögum, en það gerist þó stundum hér í Ameríku. Ólöglegu innflytjendurnir eru þá án tryggingar og spítalinn borgar þá allan kostnað. Mér finnst það frábært af annars mjög svo ömurlegu heilbrigðiskerfi, en það er líka mjög óréttlátt gagnvart ameríkönum sem þurfa að borga allt í botn.  

En ansi góð mynd sem gefur innsýn í líf þessa fólks og hvað það þarf að ganga í gegnum oft á tíðum.

3148


jólagjöfin í ár

Bara í Bandaríkjunum. Spurning að kaupa svona fyrir fjölskylduna heima...

veik í USA

how-to-reduce-a-fever-1ligg í flensu í dag, er þriðji dagurinn, hef því verið frá vinnu í 2 daga. Það er eiginlega ekki ætlast til að maður sé veikur hér. Yfirmaðurinn hringdi áðan og spurði hvort ég kæmi á morgun og hvort ég þyrfi ekki að fara til læknis. Til læknis, til hvers? spurði ég. Ég ætla nú bara að láta líkamann um þetta og fara vinnuna á morgun, því 3 dagar í veikindum er örugglega mjög illa séð hérna. Sideways Verð bara að sturta í mig asprini á morgun.

Hér fæ ég 23 paid days off á ári sem þýðir að innan þess eru allir veikindadagar; ´opinberir´ frídagar(um 10 á ári); og þeir frídagar sem ég tek mér. Semsagt hér er ekkert frí(eru um 2 dagar per mánuð). Veit ekki hvernig aðrir almennir starfsmenn hafa þetta en held það sé ekki ósvipað. Þannig að ef ég þarf meira frí þá er það launalaust.

Hér er frí litið illu auga, enginn tekur sumarfrí og ef fólk sem vinnur á spítalanum þarf að taka langt veikindafrí t.d.  vegna aðgerða, þá biður það oft aðra starfsmenn um þeirra uppsöfnuðu frídaga til að hjálpa sér... hef bara aldrei vitað annað eins.


til hvers?

þetta er ógeðsleg keppni, hvar annarstaðar en í Ameríku er svona lagað skemmtun... Mér finnst lítil virðing borin fyrir kjöti eða dýrum í þessu, hér er bara borðað til einskis. goVEG3
mbl.is Heimsmet í hamborgaraáti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Run granny, run

Sá þessa heimildarmynd í gær. Er um Doris "Granny D" Haddock, 94 ára gamla konu sem bauð sig fram á þing fyrir New Hampshire, 2004. Fyrir nokkrum árum, þá níræð, gekk hún yfir þver Bandaríkin til að vekja athygli á lýðræðinu hér og hvatti fólk til að kjósa. Ansi góð hugvekja þessi mynd og ekki vanþörf á að hinn almenni borgari geti boðið sig fram, þar sem framboð hér kostar milljónir. Þetta kosningakerfi hér er bara orðið svo ruglað að það er gott að sjá að fleiri eru orðnir þreyttir á ástandinu hér.

 Heimasíða hennar.

Granny D tjáir sig um eitt kosningamálið, samkynhneigð.

 


Bush og Hitler

928_bookpageer einhver munur? Ekki mikill að mati Naomi Wolf. Sá viðtal við hana áðan vegna nýútkominnar bókar hennar The end of America. Ég er ekki frá því að hún hafi mikið fyrir sér í því að Bandaríkin séu að verða að fasista ríki. Maður heyrir almennt á fólki hér að það er óánægt með hvernig hlutrnir hafa þróast hér síðustu árin.

Hér er viðtal við hana úr The Colbert report;

 The end of America

“Recent history has profound lessons for us in the U.S. today about how fascist, totalitarian, and other repressive leaders seize and maintain power, especially in what were once democracies. The secret is that these leaders all tend to take very similar, parallel steps. The Founders of this nation were so deeply familiar with tyranny and the habits and practices of tyrants that they set up our checks and balances precisely out of fear of what is unfolding today. We are seeing these same kinds of tactics now closing down freedoms in America, turning our nation into something that in the near future could be quite other than the open society in which we grew up and learned to love liberty,” states Wolf.

Naomi talar um bókina 11.okt.2007

hvernig á ekki að hjóla

í New York, vá þessir gaurar eru kaldir.

 

annars flott að sjá slatta af fólki á hjólum í NYC.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband