Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
12.2.2007 | 21:06
The Secret II
nú er ég búin að sjá myndina The Secret sem ég talaði um í gær, og jú margt vissi maður en það er ekki vanþörf á því að rifja þetta allt upp og hugsa samkvæmt þessu. Basically: bara jákvæður enga neikvæðni og velja sér hvað maður vill úr alheimskatalógnum.
Sama á við um hið jákvæða.
11.2.2007 | 22:19
The Secret
er mynd frá 2004 sem gengur á milli manna þessa dagana. Systir mín sá hana og segir hana hafa breytt miklu. Þetta er svona ,,leyndardómur hamingjunnar"-mynd, en alltaf gott svo sem að heyra e-ð uppbyggjandi og jákvætt. Oprah ræddi um þetta í þættinum sínum og þaðan eru eftirfarandi orð um þetta leyndarmál:
"What we do is we attract into our lives the things we want, and that is based on what we're thinking and feeling,"
The law of attraction means that everything that happens to you-good or bad-you attract to yourself. Lisa describes it as if you're placing an order. "If you were at a restaurant and you ordered something, you fully expect it to come served that way. That's how the universe is. You're putting out orders-consciously and unconsciously," Lisa says. "So if you say, 'I'll never have a great relationship,' you just placed an order."
"Basically, nothing new can come into your life unless you open yourself up to being grateful [for what you already have],"
"Concentrate on your health and wholeness every day, and you'll attract more health and wholeness every day."
Þetta er mjög í takt við heilbrigða trúariðkun, bæn, fyrirgefningu og þakklæti.
Heimasíða The Secret.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2007 | 18:32
Guðspjallið
Mk.4.26-32
Þá sagði hann: Svo er Guðs ríki sem maður sái sæði í jörð. Hann sefur síðan og vakir, nætur og daga, en sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti. Sjálfkrafa ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið hveiti í axinu. En þá er ávöxturinn er fullþroska, lætur hann þegar bera út sigðina, því að uppskeran er komin.
Og hann sagði: Við hvað eigum vér að líkja Guðs ríki? Með hvaða dæmi eigum vér að lýsa því? Líkt er það mustarðskorni. Þegar því er sáð í mold, er það smærra hverju sáðkorni á jörðu. En eftir að því er sáð tekur það að spretta, það verður öllum jurtum meira og fær svo stórar greinar, að fuglar himins geta hreiðrað sig í skugga þess.
Mustarðstré.
Freedom
I ask for the grace to believe
in what I could be and do
if I only allowed God, my loving Creator,
to continue to create me, guide me and shape me.
Bæn af Sacred space.
Remember the words of one saint, bed-ridden for 38 years: We are all dupes(ísl. aular). We seek happiness and find sorrow. We offer ourselves for suffering and find joy.
4.2.2007 | 22:42
Guðspjall dagsins
Matt. 25. 14 -30
Svo er um himnaríki sem mann, er ætlaði úr landi. Hann kallaði þjóna sína og fól þeim eigur sínar. Einum fékk hann fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, hverjum eftir hæfni. Síðan fór hann úr landi. Sá sem fékk fimm talentur, fór þegar, ávaxtaði þær og græddi aðrar fimm. Eins gjörði sá er tvær fékk. Hann græddi aðrar tvær. En sá sem fékk eina, fór og gróf fé húsbónda síns í jörð og faldi það.
Löngu síðar kom húsbóndi þessara þjóna og lét þá gjöra skil. Sá með fimm talenturnar gekk þá fram, færði honum aðrar fimm og sagði: Herra, fimm talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar fimm. Húsbóndi hans sagði við hann: Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.
Þá gekk fram sá með tvær talenturnar og mælti: Herra, tvær talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar tvær. Og húsbóndi hans sagði við hann: Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns. Loks kom sá er fékk eina talentu, og sagði: Herra, ég vissi, að þú ert maður harður, sem uppsker þar, sem þú sáðir ekki, og safnar þar, sem þú stráðir ekki. Ég var hræddur og fól talentu þína í jörð. Hér hefur þú þitt.
Og húsbóndi hans sagði við hann: Illi og lati þjónn, þú vissir, að ég uppsker þar, sem ég sáði ekki, og safna þar, sem ég stráði ekki. Þú áttir því að leggja fé mitt í banka. Þá hefði ég fengið það með vöxtum, þegar ég kom heim. Takið af honum talentuna, og fáið þeim, sem hefur tíu talenturnar. Því að hverjum sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur. Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.
26.1.2007 | 22:00
C.S.Lewis
Var mikill snillingur. Hann er höfundur Narniu bókanna og var einn besti vinur Tolkiens. Hann tók kristna trú um þrítugt og hefur skrifað mikið um trúmál, góð bók eftir hann er Mere christianity. Hér eru nokkur gullkorn:
"Though our feelings come and go, God's love for us does not."
"I believe in Christianity as I believe that the sun has risen: not only because I see it, but because by it I see everything else."
"God, who foresaw your tribulation, has specially armed you to go through it, not without pain but without stain"
"To love at all is to be vulnerable. Love anything, and your heart will certainly be wrung and possibly broken. If you want to make sure of keeping it intact, you must give your heart to no one, not even to an animal. Wrap it carefully round with hobbies and little luxuries; avoid all entanglements; lock it up safe in the casket or coffin of your selfishness. But in that casket- safe, dark, motionless, airless--it will change. It will not be broken; it will become unbreakable, impenetrable, irredeemable."
"You don't have a soul. You are a Soul. You have a body."
"God whispers to us in our pleasures, speaks to us in our conscience, but shouts in our pains: It is His megaphone to rouse a deaf world"
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2007 | 09:34
gamlar auglýsingar
25.1.2007 | 21:41
Englar
Biblían talar mikið um engla og í Sálmunum stendur:
91.11-12:
Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.
Hér er minnst á verndarenglana en englar eru margskonar, oftast eru þeir sendiboðar Guðs en líka Satans. ,,Engill" þýðir sendiboði bæði á hebresku og grísku .
Hér er verið að tala um verur af öðrum heimi sem ekki er hægt að sanna að séu til. Sumir segjast hafa séð engla eða fundið fyrir þeim, margir af þeim sjónarvottum eru í biblíunni. Þeir englar sem við þekkjum best eru Gabriel og Lúsifer. Gabriel kom til Maríu, en Lúsifer ofmetnaðist og var hent út úr himnaríki og gerir sem hann getur til að eyðileggja Guðs góðu sköpun.
Englum er lýst sem fallegum og stundum eru þeir í líki fallegs fólks. Fjöldi þeirra er óteljandi samkvæmt biblíunni,sbr. ,,himneska herskara."
Ég hef ekki séð engil, hver myndi ss. trúa manni þó svo væri? En það hefur komið fyrir að maður fái hjálp rétts fólks á réttum tíma og það kalla ég engla. Sumir halda að fólk verði englar á himnum en það getur ekki staðist skv. biblíunni, englar eru sér fyrirbæri.
Jesús minnist oft á engla t.d. að þeir geti komið honum til hjálpar(Mt.26.53) og þeir hjálpa honum í Getsemane og engill er við tómu gröfina.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 11:18
hmmm heimsendir...
efitt mál, en ég dáist að dönsku prestunum og biskupnum að taka svo afgerandi til orða, þeir eru ekkert að veigra sér við þessu erfiða máli. Ég skal ekki segja, þessi jörð þolir eflaust ýmislegt eins og hún hefur gert í milljónir ára(hún er víst 4.567 billjón ára). Ef loftslagsbreytingarnar eru okkur mönnum að kenna þá get ég ekki séð að við eigum skilið að búa hér meir...
Biblían segir svo frá:
1. Mósebók 2:15
Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans.
1. Mósebók 3:23
Þá lét Drottinn Guð hann í burt fara úr aldingarðinum Eden til að yrkja jörðina, sem hann var tekinn af.
Líklegast höfum við klikkað á því að yrkja jörðina líkt og við klikkuðum í Eden þannig að ...
Eins hafa orð Jesú um endinn verið talin uppfyllt nú þegar nánast allir jarðarbúar þekkja Biblíuna á einhvern hátt:
Matteusarguðspjall 24:14
Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.
Síðasti dómur, e. Michaelangelo.
Danskir prestar sjá merki þess að heimsendir sé í nánd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.1.2007 | 10:26
Orð dagsins
Guðspjall, Lúkas 19.1-10
Jesús kom til Jeríkó og gekk gegnum borgina.En þar var maður, er Sakkeus hét. Hann var yfirtollheimtumaður og auðugur.Langaði hann að sjá, hver Jesús væri, en tókst það ekki fyrir mannfjöldanum, því hann var lítill vexti.Hann hljóp þá á undan og klifraði upp í mórberjatré til að sjá Jesú, en leið hans lá þar hjá.Og er Jesús kom þar að, leit hann upp og sagði við hann: Sakkeus, flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu.
Hann flýtti sér ofan og tók á móti honum glaður.Þeir er sáu þetta, létu allir illa við og sögðu: Hann fer til að gista hjá bersyndugum manni.
En Sakkeus sté fram og sagði við Drottin: Herra, helming eigna minna gef ég fátækum, og hafi ég haft nokkuð af nokkrum, gef ég honum ferfalt aftur.
Jesús sagði þá við hann: Í dag hefur hjálpræði hlotnast húsi þessu, enda er þessi maður líka Abrahams sonur. Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.
Hér er það Jesús sem að fyrra bragði kallar á Sakkeus og þannig er það, Guð á frumkvæðið
að því að kalla okkur.Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2006 | 10:20
Áramót
Nokkuð sem við menn þurfum sífellt að heyra og spá í:
Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.
- Matteusarguðspjall 6:34
Sami texti samkvæmt The Message bible:
Give your entire attention to what God is doing right now, and don't get worked up about what may or may not happen tomorrow. God will help you deal with whatever hard things come up when the time comes.
| View Show | Create Your Own
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)