Þorvaldur segir sjaldan rætt um þá sem eru að sækja svokallaða súlustaði eða kaupa sér vændi.
"Ég hef nokkrar áhyggjur af kynbræðrum mínum," segir hann. "Það er áhyggjuefni að það skuli vera til staðar eftirspurn eftir hlutum af þessu tagi. Karlmenn gera sér ef til vill ekki grein fyrir því hversu mikið siðleysi það er að kaupa sér aðgang að líkama kvenna og stuðla þannig að þessari fornu tegund ofbeldis. Þarna er til staðar mikill valdamunur sem á ekkert skylt við karlmennsku og kynlíf. Þetta er óeðlilegt í alla staði."
Þorvaldur bendir á að gott innlegg sé að foreldrar, ráðgjafar, kennarar og fleiri fræði unga karlmenn rækilega um hina siðferðilegu hlið kaupa á vændi.
Þessi mál læðist með þögninni um í samfélaginu, hvort sem um sé að ræða þá starfsemi sem fram fer á súlustöðum eða sölu vændis.- jss
- Fréttablaðið í dag.