SM - Hausmynd

SM

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

engar nauðgunarfréttir?

vá svakalegt, menn með smá hass í bíl! Á meðan er ekkert sagt frá nauðgunarfréttum hér sem eru að koma í ljós t.d. á rúv í gær og í Blaðinu í dag. Samt er tilkynnt um nauðgun cirka fimmta hvern dag. Erum við bara ónæm fyrir þessu?

Annars var ráðist á konu í Mosfellsbæ í síðustu viku kl.6 um morgun í miðri viku. Gaurinn reif e-ð í hana og girti niðrum sig en hún gat ýtt honum frá sér og þá hljóp hann burt. Af hverju þykir þetta ekki frétt?


mbl.is Tveir grunaðir um fíkniefnamisferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hlerun

ég var nú eitt sinn að skúra hjá Landsímanum og heyrði þá nokkuð langt símtal tveggja manna í einhverju tæki sem var þar í gangi og enginn á svæðinu þar sem þetta var eftir vinnu. Þetta var því miður ekkert merkilegt samtal þannig(reyndar mjög sérstakt samtal tveggja karla-vina), en eflaust ekkert mál að gera þetta hjá Símanum.

Kemst ég í vandræði núna? 

phone

 Infographic-Wiretapping-C.article frá The Onion.


mbl.is Sími Jóns Baldvins hleraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

feminismi- orðið sem margir eru svo hræddir við

en eru samt sammála inntaki þess:

202366776_afa40972ef af flickr.


friðlýst en eiginlega ekki...

en eitt dæmið þar sem er bókstaflega valtað yfir náttúruna. Og til hvers? að klæða eitt hús! Það er hægt að fá álíka gerfi efni í þetta og enginn sæi muninn.

orcselves-thumb Orcs. 180px-ObsidianOregon hrafntinna


mbl.is Sækja 50 tonn af hrafntinnu í Hrafntinnusker
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaskóli feministafélags Íslands

fyrir konur, á fös. og lau. næstkomandi.  Sjá betur á síðu feminista.

althingi 

 


Vændiskaup

Gott innlegg hjá sr.Þorvaldir Víðissyni miðborgarpresti.
Vændiskaup eru ofbeldi ekki viðskipti
LÖGREGLUMÁL "Kaup á vændi eru ofbeldi en ekki viðskipti," segir séra Þorvaldur Víðisson miðborgarprestur vegna fréttar Fréttablaðsins um að tvær liðlega tvítugar stúlkur frá Póllandi hafi verið hér á einhvers vegum til að stunda vændi.

Þorvaldur segir sjaldan rætt um þá sem eru að sækja svokallaða súlustaði eða kaupa sér vændi.

"Ég hef nokkrar áhyggjur af kynbræðrum mínum," segir hann. "Það er áhyggjuefni að það skuli vera til staðar eftirspurn eftir hlutum af þessu tagi. Karlmenn gera sér ef til vill ekki grein fyrir því hversu mikið siðleysi það er að kaupa sér aðgang að líkama kvenna og stuðla þannig að þessari fornu tegund ofbeldis. Þarna er til staðar mikill valdamunur sem á ekkert skylt við karlmennsku og kynlíf. Þetta er óeðlilegt í alla staði."

Þorvaldur bendir á að gott innlegg sé að foreldrar, ráðgjafar, kennarar og fleiri fræði unga karlmenn rækilega um hina siðferðilegu hlið kaupa á vændi.

Þessi mál læðist með þögninni um í samfélaginu, hvort sem um sé að ræða þá starfsemi sem fram fer á súlustöðum eða sölu vændis.- jss

- Fréttablaðið í dag.


(W)

"Ef þú ert andvíg/ur framkvæmdunum á Kárahnjúkum og telur daginn í dag vera sorgardag fyrir íslenska náttúru hvetjum við þig til að setja (w) við nafnið þitt á msn. Drjúpandi blóm er táknrænt fyrir þau náttúruspjöll sem þarna eiga sér stað. Láttu boðin ganga"
mbl.is Hjáveitugöngum Kárahnjúkastíflu lokað, Hálslón að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg lesning

græddi ekki Halldór Ásgrímsson einna mest á kvótadæminu, hruni sjávarplássanna, sem hann er svo að reyna að mæta með því að reisa álver?

mbl.is Liberation um framkvæmdir við Kárahnjúka: Virkjað í óþökk náttúrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þjóðin

a la Guðbergur Bergsson:

Menntun á Íslandi tengd stórum draumum er viss tegund af lélegum harmleik. Einn þáttur í þessum harmleik er leikinn núna á hálendinu vegna óreiðu og úrræðaleysis á láglendinu. Hann er samleikur blinds dugnaðar fyrrverandi bænda og sjómanna og þeirrar áköfu blindni sem ráðvillt þekking hefur í för með sér. Þannig er harmleikur íslenska draumsins, að vilja vera mikill en enda sem lítill trítill en láta samt eins og ekkert hafi í skorið í vaxtarmálum og trúa að trítill sé tröll. Fyrir bragðið er sagt hástöfum með stolti en ekki ögn af blygðun:
Þetta eru mestu stórframkvæmdir í sögu landsins sem munu líklega veita hvorki meira né minna en sex hundruð manns vinnu!
Um leið er gengið fram hjá því sem víst er og mælanlegt, að hálendið er stærsta ósnortna svæðið í Evrópu og ástæða til að fyllast þjóðarstolti vegna þess.

savingiceland.org


Gangan í gær

Það var depurð yfir fólki en mikill hugur. þetta var góður fundur og mikill fjöldi manns mættur sem er alveg búin að fá nóg af þessari landnýðslu. Sjá fundinn á visir.is.

Þó að hleypt verði á lónið þá er það afturkræft ef að ný og betri ríkisstjórn næsta vor ákveður að hætta við þessa hörmung.

isengard Isengard. Brot úr LOTR.


mbl.is Allt að 15.000 mótmæltu framkvæmdum við Kárahnjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband