SM - Hausmynd

SM

þjóðin

a la Guðbergur Bergsson:

Menntun á Íslandi tengd stórum draumum er viss tegund af lélegum harmleik. Einn þáttur í þessum harmleik er leikinn núna á hálendinu vegna óreiðu og úrræðaleysis á láglendinu. Hann er samleikur blinds dugnaðar fyrrverandi bænda og sjómanna og þeirrar áköfu blindni sem ráðvillt þekking hefur í för með sér. Þannig er harmleikur íslenska draumsins, að vilja vera mikill en enda sem lítill trítill en láta samt eins og ekkert hafi í skorið í vaxtarmálum og trúa að trítill sé tröll. Fyrir bragðið er sagt hástöfum með stolti en ekki ögn af blygðun:
Þetta eru mestu stórframkvæmdir í sögu landsins sem munu líklega veita hvorki meira né minna en sex hundruð manns vinnu!
Um leið er gengið fram hjá því sem víst er og mælanlegt, að hálendið er stærsta ósnortna svæðið í Evrópu og ástæða til að fyllast þjóðarstolti vegna þess.

savingiceland.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband