SM - Hausmynd

SM

Færsluflokkur: Bloggar

Heima

Nú er ég komin heim í bili sem er mjög gott. Það er líka einsog ég hafi alltaf verið hér því lífið þarna úti er svo annar heimur. Er rétt að losna við flugriðuna og að venja mig við tíma mismuninn. Verðlagið hér er mesti gallinn en allt annað nánast einsog það á að vera...hehe. Það kostar 280 kr. í strætó og 350 kr. i sund. Þetta er dýrt. Kaffibolli á 300 kr. En allt hefur sína kosti og galla víst.

Fór með systur minni sem býr í Barcelona og manninum hennar og börnum í Borgarfjörðinn í gær. Fórum á Bjössarólo í Borgarnesi sem er mjög fallegur rólo gerður af gömlum manni sem gjöf til krakkanna í Borgarnesi. Eins heimsóttum við fjós og fylgdumst með þegar kýrnar fóru út í haga. Litla frænka var að hoppa á heyrúllum þarna hjá og sér þá lítinn kálf inn á milli rúllanna. Þar lá hann og var að fela sig. Svo hljóp hann út til hjarðarinnar. Þetta er víst í eðlinu að yngstu kálfarnir fela sig fyrir rándýrum og fara svo seinna til hjarðarinnar. Merkilegt.


Trú í Ameríku

Ameríkanar eru upp tilhópa mjög trúræknir leyfi ég mér að segja. Núna þar sem ég sit í stofunni á gistiheimilinu er hópur kaþólikka, 6 manns, að biðja saman með talnabandi.

mary%20and%20child2Holy Mary, Mother of God,
pray for us sinners,
now and at the hour of our death.

Í gær á flugvellinum voru tvö eldri pör sem að voru að biðja borðbæn yfir Starbucks kaffi og með því.

Sjálf fór ég í Messu hjá biskupakirkjunni bandarísku(Episcopal Church in the USA) Hún er anglíkönsk kirkja sem hefur komist í sviðsljósið vegna þess að samkynhneigður biskup var vígður í embætti fyrir fjórum árum.


í Baltimore

Er nú í Baltimore en flugið er ekki fyrr en á morgun og það annaðkvöld. Ég er því að drepa tímann hér en það er leiðinlegt þegar mann langar bara heim....

Baltimore er falleg niður við höfnina en 1-2 götum ofar er bara mjög óhuggulegt, fátækralegt. Það eru margir túristar hér núna og varla þverfótað fyrir fólki. Mikið um fólk í Red Socks treyjum og nú sé ég það á sjónvarpskjánum að það er að byrja hafnaboltaleikur hér í borg, Boston-Baltimore.

Horfi samt ekki á það þrátt fyrir leiða...


á ferðalagi

er á flugvellinum í Charlotte á leið til Baltimore en þarf því miður að bíða hér í 2 tíma.

Svaf lítið í nótt og nóttina þar á undan því því það var risa kakkalakki í rúminu mínu í fyrrakvöld...Pinch Þannig að ég svaf í sófanum þá nótt, og í nótt var ég svo smeyk um að kakkalakkar myndu skríða uppí til mín að ég reyndi að sofa með ljósið á og augnbindi...Hef ógeð á þessum kvikindum. Málið er að húsið þar sem ég gisti síðustu daga er allt fullt af fúkka þannig að þetta var ekki nógu gott, tók ofnæmslyf útaf ólofti. Nú er fúkkalykt af hárinu á mér...


Prógrami lokið í bili

í dag var útskrift og við athöfnina fluttum við öll atriði. Ég ákvað að syngja...was lead to sing...og valdi sálminn Heyr Himnasmiður. Vildi leyfa þeim að heyra smá íslensku og segja þeim smá íslandsögu. Það gekk ágætlega enda mjög forgiving audience...hehe. Svo fórum við útað borða og svo héldu allir til síns heima...nema ég, kemst ekki i loftið fyrr en á sunnudag og mun njóta helgarinnar í Baltimore.

 us 

The happy chaplains. Melissa, Robert, Roxanne and Sylvia

IMG_0091 (2)


Mer hlakkar svo til...

cappucino%20rome01%20_hooliator og eg hlakka svo til og mig hlakkar svo til ad fa almennilegt kaffi i alvoru bolla tegar eg kem heim...eftir orfaa daga...Ohh. Hlakka lika svo til ad fa kjot, serstaklega lambakjot sem er nanast ofaanlegt her. Eg borda helst ekki svina eda nautakjot herna, treysti ekki medferdinni a dyrunum.

I dag

Nú sit ég a Port City Java kaffihusi með nýju laptopina mína. Það er mjög heitt úti og ég á bíl án loftræstingar...vá hélt ég myndi svitna í hel. Var að koma af hópfundi þar sem við fjórmenningarnir í prógramminu ásamt stjórnandanum ræddum um sumarid sem er að líða og prógrammið sem lýkur á föstudaginn, JEJ! Allir áttu að skrifa um sína reynslu og uppgötvanir á hlutverki sínu sem sálgæsluaðili sem og lýsa samnemendum sínum. Þetta fór allt vel og margt uppbyggilegt og þroskandi var rætt því þetta er góður hópur sem hefur náð vel saman, sérstaklega eftir að gyðingurinn sem veittist að mér fyrr í sumar hætti, það var of mikil neikvæð orka í kringum hann verð ég að segja.

Allir felldu tár í dag nema ég íslendingurinn...amerikanar...alltaf grátandi, í raunveruleikaþáttum a.m.k.. En það er bara gott, ég hef bara ekki grátið í hóptímum einsog margir hér...Hef grátið með fólki á sjúkrahúsinu og það er ok. Maður veit aldrei hvað mætir manni né hvað nær manni. Það er ekki gott að brotna saman þegar maður er með syrgjandi fólki, ég er ekki að segja það, en það er í lagi að sýna samhygð.

Þannig að sumarið er á enda hér og ég á leið heim í 2 vikna frí sem ég hlakka svo til, en svo kem ég hingað aftur og þá tekur við ár í viðbót á spítalanum og frekari vinna í sjálfri mér og fleiri áskoranir.

Það verður forvitnilegt að vita hvernig maður verður þegar maður er komin í sitt venjulega umhverfi heima og nær kannski að slaka á og reflecta á sumarið. Eins töluðum við um í dag að við höfum breyst og veggir innra með okkur hafa fallið og við munum eflaust tala öðruvísi við fólk, spyrja opinna spurninga og skora á fólk að vera heiðarlegt sem eflaust ekki allir munu taka fagnandi...hehe.

Þessi bær hér, Wilmington, NC, er ansi næs, hér eru a.m.k. 4 strendur og mikil strandstaðar-menning, svo er gamli bærinn sem er einsog að fara aftur í tímann, og svo eru allir skyndibitastaðirnir og súpermarkaðirnir inn á milli. Hér búa um 150.000 manns en þetta virkar stærra en er samt svo lítið hér í Ameríku. Stundum er mikill smábæjarbragur á hlutunum, t.d. er sjónvarpstöðin hér svo gamaldags, fréttir eru einsog þær séu teknar uppá 20 ara gömul tæki, mjög 90´s.

 


normalizering a klami

hver er frettin herna? Kannski auglysing?
mbl.is Ný klámmynd byggð á ólifnaði Lindsay Lohan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I've learned...

I've learned that if someone says something unkind about me, I must live so that no one will believe it. -- Age 39

I've learned that even when I have pains, I don't have to be one. -- Age 82

I've learned that silent company is often more healing than words of advice. -- Age 24

joy450hI've learned that if you pursue happiness, it will elude you. But if you focus on your family, the needs of others, your work, meeting new people, and doing the very best you can, happiness will find you. --Age 65

I've learned that the greater a person's sense of guilt, the greater his need to cast blame on others. -- Age 46

I've learned that when I wave to people in the country, they stop what they are doing and wave back. -- Age 9

I've learned that making a living is not the same thing as making a life. -- Age 58

I've learned that there are people who love you dearly but just don't know how to show it. -- Age 41

I've learned that I still have a lot to learn. -- Age 92

kvot

Some think it's holding on that makes one strong; sometimes it's letting go.
-- Sylvia Robinson

Sometimes being a friend means mastering the art of timing. There is a time for silence. A time to let go and allow people to hurl themselves into their own destiny. And a time to prepare to pick up the pieces when it's all over.
-- Gloria Naylor

People have a hard time letting go of their suffering. Out of a fear of the unknown, they prefer suffering that is familiar.
-- Thich Nhat Hanh

Hanging onto resentment is letting someone you despise live rent-free in your head.
-- Ann Landers


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband