Færsluflokkur: Bloggar
8.9.2007 | 17:54
Stormurinn Gabrielle á leiðinni
hingað til Norður Karólínu. Í dag er heiðskýrt og gott veður en þessi stormur er víst væntanlegur á morgun frá Atlantshafinu. CNN fjallar um þetta:
Wind gusts could exceed 70 mph (113 kmh), CNN meteorologist Reynolds Wolf said.
"At this point we do expect it's going to remain below hurricane force, but a lot of things can change between now and Sunday, " he said.
Sem betur fer er ekki búist við fellibyl en það verður væntanlega mikil rigning og möguleg flóð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 02:20
samskipti á vinnustað í Ameríku
það er vandlifað hér í Ameríku þar sem eru 150 menningarheimar og 4 kynslóðir á stórum vinnustöðum. Maður finnur það hér að maður þarf að fara varlega í gríninu..allt gæti sært einhvern....
VideoJug: Introduction To American Business Etiquette
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 01:53
Sushi
Fór út að borða í kvöld með stelpunni sem lánaði mér herbergið sitt og kærasta hennar. Fórum á Sushi stað í gamla miðbænum sem var mjög góður. Fékk líka góðan japanskan bjór.
Þau, parið, hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands en hðfðu heyrt að það væri dýrt, sem það er, bjór á veitingastað heima er á um 12$ meðan hann kostar um 3-4$ hér. En þau voru hrifin af ríkisreknu heilbrigðiskerfi og greiddum frídögum sem er ekki fyrir að fara hér. Á spítalanum fæ ég 26 daga yfir árið sem greidda frídaga en inni í því eru allir veikindadagar sem ég mun taka og allir opinberir frídagar. Þannig að fríið er sama sem ekki neitt. Svona er þetta hér, fólk fær ekki frí(sjá blogg neðar), engin stéttarfélög. Samt er Evrópa afkastameiri en Ameríkanar. Fólk þarf frí og hvíld.
Annars eru góðir hlutir að gerast, fékk 400$ ávísun óvænt sem endurgreiðslu frá prógramminu, fékk fría gistingu hér í viku og stelpan ætlar að lána mér bílinn sinn í viku frítt. JEJ. Ég er að skoða með að kaupa bíl en get það ekki fyrr en ég fæ kennitölu hér sem gæti tekið 2-4 vikur, eins fæ ég ekki laun fyrr en ég fæ kennitölu. Þannig að þetta kemur sér allt mjög vel. God is good.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 22:15
Maya Angelou
I've learned that people will forget what you said, people will forget what you did, but people will never forget how you made them feel.
| |
While I know myself as a creation of God, I am also obligated to realize and remember that everyone else and everything else are also God's creation. |
love life, engage in it, give it all you've got. love it with a passion, because life truly does give back, many times over, what you put into it
You can only become truly accomplished at something you love. Don't make money your goal. Instead, pursue the things you love doing, and then do them so well that people can't take their eyes off you.
this is my life. it is my one time to be me. i want to experience every good thing.
I love to see a young girl go out and grab the world by the lapels. Life's a bitch. You've got to go out and kick ass.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 01:22
ólöglegt vinnuafl hér í USA
heyrði á tal löggu á súkrahúsinu í dag þar sem hún sagði að um 20 manns hefðu hlaupið af stað um leið og hún birtist á byggingarstað við sjúkrahúsið. Mexikanar sjálfsagt.
Ömurlegt ástand hérna og erfitt að ímynda sér að vera í þessum sporum, að vera ólöglegur verkamaður, sífelldur ótti og óöryggi. En ólöglegt vinnuafl heldur víst efnahagskerfi Evrópu, og örugglega Bandaríkjanna líka, uppi. Skúrkarnir eru þeir sem ráða fólkið til sín á lúsarlaunum. Ef að ríkið vill virkilega taka á þessu, sem ég held þeir vilji ekkert endilega því þetta er ein grunnstoðin, þá á að sekta atvinnurekendurna, því það eru þeir sem hagnast mest á þessu.
Áhlaup gert á fyrirtæki sem er grunað um að ráða til sín óskráða innflytjendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 19:20
Aftur í Ameríku
Nú er ég komin út aftur. Ferðin alla leið hingað í gær var samanlagt 17 klt.. Það er fínt að vera komin aftur þó að ár virðist ansi langur tími til að vera hér. Hér er mikill hiti en þetta er fínn staður. Gistingin er frábær, þessi fría sem ég fann á netinu, hef alla efri hæðina fyrir mig og alla aðstöðu. Stelpan sem á þetta hús leigir það og býr annarstaðar. Hún er nálastungufræðingur eða hvað sem það kallast. Þetta er í gamla hluta bæjarins þar sem mikið er verið að gera upp gömul hús og þetta er mjög fallegt hverfi að mestum hluta. Hér er líka blandað, hvítir og svartir, búa saman, þannig að það er gott. Slíkt á ekki við um aðra hluta bæjarins.
Hér er mynd af húsin. Virkar lítið en er mjög stórt, er allt á lengdina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 12:44
Baby viking
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2007 | 11:32
Hvað er fallegt fólk?
Fallegt fólk þénar mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2007 | 16:28
Vinátta
"Each friend represents a world in us, a world possibly not born until they arrive, and it is only by this meeting that a new world is born."
- Anais Nin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)