29.9.2006 | 10:09
Rakstur
komst að því í gær að raksápa er óþörf við rakstur. Vá hvað þetta er miklu einfaldara núna og umhverfisvænna.
Komst að þessu þegar ég sá þennan pistil.
Why don't people know this? It's just part of the lost knowledge of our time. Wean yourself from it for a week, and you will find that your shaves will be closer, unbloody, and quick. Imagine a full shave in less than a minute, with no cuts, gashes, or discomfort. It is within your grasp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2006 | 11:25
Níðstöng
Í sögu Egils Skalla-Grímssonar er frá því greint, að Egill reisti níðstöng í Noregi til þess að rugla landvættir í ríminu og koma þeim til þess að hrekja Eirík konung blóðöx og Gunnhildi drottningu frá völdum í Noregi, en þau höfðu brotið rétt á Agli. Í sögunni stendur svo:
gekk Egill upp í eyna. Hann tók í hönd sér heslistöng og gekk á bergsnös nokkra, þá er vissi til lands inn; þá tók hann hrosshöfuð og setti upp á stöngina. Síðan veitti hann formála og mælti svo: Hér set eg upp níðstöng, og sný eg þessu níði á hönd Eiríki konungi og Gunnhildi drottningu, - hann sneri hrosshöfðinu inn á land, sný eg þessu níði á landvættir þær, er land þetta byggva, svo að allar fari þær villar vega, engin hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Eirík konung og Gunnhildi úr landi. Síðan skýtur hann stönginni niður í bjargrifu og lét þar standa; hann sneri og höfðinu inn á land, en hann reist rúnar á stönginni, og segja þær formála þennan allan. Eftir það gekk Egill á skip.
Egill sigldi til Íslands, en Eiríkur og Gunnhildur hrökkluðust frá völdum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2006 | 10:45
(W)
![]() |
Hjáveitugöngum Kárahnjúkastíflu lokað, Hálslón að myndast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2006 | 18:26
Glæsileg lesning
![]() |
Liberation um framkvæmdir við Kárahnjúka: Virkjað í óþökk náttúrunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2006 | 12:03
Rödd náttúrunnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2006 | 10:10
þjóðin
a la Guðbergur Bergsson:
Menntun á Íslandi tengd stórum draumum er viss tegund af lélegum harmleik. Einn þáttur í þessum harmleik er leikinn núna á hálendinu vegna óreiðu og úrræðaleysis á láglendinu. Hann er samleikur blinds dugnaðar fyrrverandi bænda og sjómanna og þeirrar áköfu blindni sem ráðvillt þekking hefur í för með sér. Þannig er harmleikur íslenska draumsins, að vilja vera mikill en enda sem lítill trítill en láta samt eins og ekkert hafi í skorið í vaxtarmálum og trúa að trítill sé tröll. Fyrir bragðið er sagt hástöfum með stolti en ekki ögn af blygðun:
Þetta eru mestu stórframkvæmdir í sögu landsins sem munu líklega veita hvorki meira né minna en sex hundruð manns vinnu!
Um leið er gengið fram hjá því sem víst er og mælanlegt, að hálendið er stærsta ósnortna svæðið í Evrópu og ástæða til að fyllast þjóðarstolti vegna þess.
27.9.2006 | 07:56
Mjólkuriðnaðurinn
lesið þetta áður en þið fáið ykkur næsta mjólkursopa. Hræðileg meðferð á nautgripum vegna mjólkurinnar sem okkur er talið trú um að við sárlega þurfum.
t.d.
Milk cows are kept in a constant state of pregnancy, with no rest, to give the vast quantities of milk the consuming public demands. This is why they look the way they do - walking bones. You'd expect to find this in a third-world country, but it's every-day business at dairy farms in the U.S.
Because the calves are taken away immediately following their birth (to save the milk for humans to drink) the babies don't get the antibodies they need to build their immune system.
The reason veal flesh is light-pink vs. red is because the calves are generally fed a milk substitute intentionally lacking in iron and other essential nutrients. This diet keeps the animals anemic and creates the pale pink or white color considered desirable in veal.
ofl.
Kálfabein eru notuð í margt t.d. hlaup og matarlím. Einsog ég hef áður komið inná þá drekkur enginn í heiminum(né hefur gert) kúamjólk nema Skandinavia og Ameríka. Frá og með þessum degi er ég hætt að neyta mjólkurafurða. Eflaust miklu betra fyrir heilsuna.
Fleiri ömurlegar staðreyndir hér hjá Peta samtökunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.9.2006 | 07:03
Gangan í gær
Það var depurð yfir fólki en mikill hugur. þetta var góður fundur og mikill fjöldi manns mættur sem er alveg búin að fá nóg af þessari landnýðslu. Sjá fundinn á visir.is.
Þó að hleypt verði á lónið þá er það afturkræft ef að ný og betri ríkisstjórn næsta vor ákveður að hætta við þessa hörmung.
Isengard. Brot úr LOTR.
![]() |
Allt að 15.000 mótmæltu framkvæmdum við Kárahnjúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.9.2006 | 12:00
sniðugar síður sem ég hef rekist á
fjallkonan.is þar birtast brot úr sögu kvenna á Íslandi frá 1874 og til dagsins í dag.
þar er t.d. þetta:
1944:
Lifandi börn fædd á ævi hverrar konu: 3.341
Tímakaup verkakvenna 65% af tímakaupi verkamanna.
114 stúdentar brautskráðir. þar af 24 konur; 21.1%
Konur á þingi: 1 af 52 = 1,92%
Og þessi síða Jöfn framtíð fyrir stráka og stúlkur. Á síðunni eru upplýsingar og góðar hugmyndir fyrir kynjameðvitaðar leiðbeiningar varðandi menntun og störf fyrir stráka og stúlkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2006 | 10:45
að grafa sína eigin gröf
hvað er kirkjan að fara? Þóknast henni ekki að fylgja jafnréttislögum? Hvað ef fleiri stofnanir fara að taka upp þessi brögð til að komast hjá málsóknum? Jafnréttislögin eru mannréttindi sem mikið er búið að berjast fyrir og svo á bara að komast framhjá þeim.
Val á prestum ekki undir jafnréttislög
Kirkjuráð ætlar að leggja til við Kirkjuþing í október að prestar verði kosnir leynilegri kosningu, meðal annars til að tryggja að valið falli ekki undir jafnréttislög. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að sótt hafi verið að biskupi um fébætur vegna jafnréttismála, þótt sóknirnar séu einráðar um að velja sér presta.
Kirkjuráð leggur til að eftir að prestsembætti er auglýst velji, valnefnd sem sé skipuð þremur einstaklingum sem Kirkjuþing útnefnir, þrjá hæfustu umsækjendur, og líti þá til fjölmargra þátta, þar á meðal, menntunar reynslu og starfsaldurs, og gæti eins og kostur er ákvæða jafnréttislaga.
Kjörnefnd sem er skipuð níu fulltrúum prestakallsins kjósi síðan milli þessara þriggja umsækjenda í leynilegri kosningu og ekki sé hægt að áfrýja þeirri niðurstöðu.
af visir.is
26.9.2006 | 08:59
ganga í kvöld
gengið verður gegn virkjanaframkvæmdunum á hálendinu kl.20 frá Hlemmi niðrá Austurvöll.
![]() |
Jökulsárganga á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2006 | 20:56
Dýravernd
Pasado´s safe haven er staður fyrir dýr sem hafa orðið illa úti af völdum dýraníðinga. Hér eru nokkur dæmi um mál sem hafa komið inn á þeirra borð(Varúð - ekki fyrir viðkvæma).
Frábært að svona samtök séu til, gefa dýrum gott líf og gelda önnur og fara í mál vegna slæmrar umhirðu. Samtökin voru stofnuð til minningar um asnann Pasado* sem var barinn og drepinn af unglingum.
*(Hræðileg lesning um dýravernd í Bandaríkjunum og andstöðu bænda við betri dýraverndarlög en þeir vildu geta farið með dýr hvernig sem þeir vildu, þ.a.m. að sjóða þau lifandi).
Þessi er á hunda-elliheimili.
We learned that cows must be kept pregnant constantly to give the vast quantities of milk required of the consuming public and the dairy industry. I had always thought these cows simply "gave milk". Or were given hormones to give milk. How ignorant of me. Just like any other mammal, they need to be pregnant to develop milk. Every nine months a cow makes a calf, a human's gestation period, and that calf is considered garbage, unless it is sent to veal slaughter. We have personally videotaped the dead piles behind the slaughter-auction houses where these precious lives are thrown away to die. Yet this is considered "acceptable animal husbandry".
Ekki vissi ég þetta, ætli þetta sé e-ð svipað hér??
Bloggar | Breytt 26.9.2006 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2006 | 08:42
Ofbeldi án refsingar - grein af visi.is
Fréttablaðið, 25. September 2006 05:00
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Meðal breytinga er að refsiákvæði um að stunda vændi er afnumið og lagt er bann við að auglýsa vændi. Báðar breytingarnar eru spor í rétta átt en það vantar mikilvægasta skrefið, sem er að gera kaup á vændi refsivert. Skoðanir fólks eru skiptar um hvaða leið er best að fara, hvort sem fólk er hlynnt vændi eða ekki. Því miður líta sumir enn svo á að vændi eigi að flokkast með frjálsum viðskiptum manna á milli en slík afstaða viðheldur völdum karlmanna yfir konum. Þau sem eru andsnúin vændi greinir líka á um leiðir en kvennahreyfingin hér á landi hefur sameinast um afdráttarlausa afstöðu, að fara sænsku leiðina.
Meirihluti þeirra sem eru seld í vændi og mansal eru konur en flestir kaupenda eru karlar. Kynjavinkillinn er skýr þar sem karlmönnum er í raun tryggður aðgangur að líkömum kvenna og þeirra karla sem lenda neðst í valdapíramídanum. Afleiðingar vændis eru svipaðar afleiðingum kynferðisofbeldis og skömmin og niðurlægingin er hvergi meiri en hjá þeim sem eru í vændi. Þessar manneskjur þarfnast félagslegra úrræða til að komast út úr erfiðum aðstæðum. Rétt eins og við refsum fólki ekki fyrir sjálfsmorðstilraunir eða aðrar sjálfsmeiðingar heldur réttum þeim hjálparhönd þurfum við að koma eins fram við þau sem eru í vændi.
Hvað varðar kaupendur er staðan allt önnur. Hver einasti kaupandi á að vita að hann er að skaða aðra manneskju og beita hana ofbeldi. Kaupandinn á að vita um háa tíðni kynferðisofbeldis í fortíð vændiskvenna, tenginguna við fíkniefni, neyð og mansal. Hann á einnig að vita að ef svo ólíklega vill til að hann lendi á hinni hamingjusömu hóru þá tryggir hann með kaupunum að hamingjan endist ekki lengi þar sem afleiðingarnar verða á endanum eins og í öðru kynferðisofbeldi. Það er því með ólíkindum að samfélag sem kallar sinn samtíma upplýsingaöld nýtir ekki þá þekkingu sem til er með því að gera kaup á vændi refsivert.
Höfundur er talskona Femínistafélags Íslands.
(undirstrikun mín)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2006 | 19:13
Orð dagsins
predikun á rúv í dag, prestur er sr.Hildur Hrönn Bolladóttir í Laugarneskirkju. Góð predikun um Guð og mammon og Kárahnjúka.
land sem mun sökkva vegna Kárahnjúka. Fleiri myndir hér.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2006 | 18:50
Ný lög í Noregi
22.9.2006 | 18:45
tilvitnun dagsins
Ted Turner:
"Men should be barred from public office for 100 years in every part of the world. ... It would be a much kinder, gentler, more intelligently run world. The men have had millions of years where we've been running things. We've screwed it up hopelessly. Let's give it to the women."
af CNN
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2006 | 18:44
hversu photoshoppuð er þessi mynd?
frekar mikið myndi ég segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2006 | 18:12
hversu mörgum konum ætli hafi verið sagt upp?
![]() |
Tuttugu sagt upp hjá NFS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.9.2006 | 22:44
fiskverð
ég þarf ekki að segja neinum að fiskur eins og annar matur er dýr á Íslandi.
T.d. miðað við kílóaverð á saltfiski á Spáni, í Eroski sem er stór verslunarkeðja þar kostar kg.667 kr.. Það stendur ekki hvaðan fiskurinn er en spánverjar kaupa mikið frá Íslandi og Noregi m.a... Ef að þetta er íslenskur fiskur af hverju er hann þá mun ódýrari komin til Spánar en hér heima? Er ekki líka miklu hent til að halda verðinu háu?
En könnun ASÍ sýnir að verðið hér er þetta: ,,Munur á hæsta og lægsta kílóverði af útvötnuðum saltfiskflökum var 102%, en þau voru dýrust í Gallerý fisk í Nethyl kr. 1.690 en ódýrust í Fjarðarkaupum kr. 838."
![]() |
Allt að 28% verðhækkun á fiski í verslunum á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2006 | 20:48
danir góðir
jafnrétti, præcist:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)