SM - Hausmynd

SM

að grafa sína eigin gröf

hvað er kirkjan að fara? Þóknast henni ekki að fylgja jafnréttislögum? Hvað ef fleiri stofnanir fara að taka upp þessi brögð til að komast hjá málsóknum? Jafnréttislögin eru mannréttindi sem mikið er búið að berjast fyrir og svo á bara að komast framhjá þeim.Fýldur

Val á prestum ekki undir jafnréttislög

Kirkjuráð ætlar að leggja til við Kirkjuþing í október að prestar verði kosnir leynilegri kosningu, meðal annars til að tryggja að valið falli ekki undir jafnréttislög. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að sótt hafi verið að biskupi um fébætur vegna jafnréttismála, þótt sóknirnar séu einráðar um að velja sér presta.

Kirkjuráð leggur til að eftir að prestsembætti er auglýst velji, valnefnd sem sé skipuð þremur einstaklingum sem Kirkjuþing útnefnir, þrjá hæfustu umsækjendur, og líti þá til fjölmargra þátta, þar á meðal, menntunar reynslu og starfsaldurs, og gæti eins og kostur er ákvæða jafnréttislaga.

Kjörnefnd sem er skipuð níu fulltrúum prestakallsins kjósi síðan milli þessara þriggja umsækjenda í leynilegri kosningu og ekki sé hægt að áfrýja þeirri niðurstöðu.

af visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband