SM - Hausmynd

SM

rugl er þetta

Grunnskólar landsins eiga að byggja á kristnum gildum það er í lögunum. Hvað er að kristnum gildum? 85% íslendinga eru skráðir í Þjóðkirkjuna og um 95% í kristin trúfélög. Er það fólk rasandi yfir sálgæslu við börnin sín í skólum?

Allt er trúboð, það er bara spurning um hvað er trúað á, mammon, húmanismi eða hvað annað, það  kæmi þá í staðinn.

Lög um grunnskóla

1995 nr. 66 8. mars

I. kafli. Markmið og skólaskylda.

2. gr. Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið.


mbl.is Ung vinstri - græn álykta um skólastarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég minnist þess enn sterkt þegar formaður feministafélagsins kom fram í fréttum sjónvarps og fordæmdi skaphárarakstur.

Eins og ég tók einni fram er ég jafnréttissinni en ekki feministi, þar sem ég er ekki í þeim pakkanum að vilja að konur taki við stjórnartaumum og fari að kúga karlanna eins og ég hef margoft orðið vitni að þekktum feminstum tala um. Ég vil jafnrétti og í guðanna bænum hættu að saka mig um hluti sem þú hefur engan skilning á.

Anna Karen Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 11:19

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hér er mótsogn: " kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni". Það á ekki að kenna kristni frekar en búddisma. Best væri að sleppa trúarbrögðum alveg. Það er hlutverk foreldra að kenna börnum um Guð og hans menn ef þau vilja.

Ég vil að mitt barn segi sannleikann vegna þess að lygar særa aðra, ekki vegna þess að annars fari það til helvítis. Börn (og fullorðnir) eiga að skilja hvað er rétt og rangt, ekki læra hvað þau komast upp með án þess að fara til fjandans.

Trúarbrögð eru allt of viðkvæm til að gera upp á milli þeirra. Fólk sýnir yfirleitt á sér hinar verstu hliðar þegar maður stígur á tær guðs þeirra. Ég myndi ekki senda mitt barn í skóla sem kennir islam sem hinn eina rétta sannleika. Að troða kristni yfir á aðra er ekkert betra.

Villi Asgeirsson, 2.11.2006 kl. 11:30

3 identicon

Má bjóða þér að lesa dóm Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sýnir fram á að svona trúarinnræting í skólum stríðir gegn Mannréttindasáttmálanum? Skipta mannréttindi fólks af öðrum trúarbrögðum eða trúlausra kannski meirihlutann ekki máli?

http://www.unhchr.ch/tbs/doc.nsf/(Symbol)/6187ce3dc0091758c1256f7000526973?Opendocument.

Reynir Harðarson (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 13:33

4 Smámynd: Sylvía

jú eflaust, er nokkur neyddur í vinaleiðina?

Sylvía , 2.11.2006 kl. 19:13

5 Smámynd: Daníel Már Jónsson

Jæja, ég rakst inn á þessa færslu af forsíðu mbl blogsins og stóðst ekki freistinguna að svara þessu aðeins :)

Auðvitað á að kenna kristinfræði, það viðurkenni ég, trúleysinginn. Það er margt svo frábært í kristnum hugmyndum sem gagnast við uppeldi á börnum að það er ekki hægt að halda því frá þeim. Hins vegar tel ég rangt að gera kristni hærra undir höfði en öðrum trúarbrögðum. Kennum kristni til jafns við islam, búddisma og hvað sem mönnum dettur annað í hug, uppfræðum börnin okkar um að það er þeirra að ákveða hverju þau trúa, ekki samfélagsins.

Vissulega má segja að það eigi að taka trúbragðafræði úr námsskrá og láta foreldra um þetta, en á móti bendi ég á að það er líka hlutverk foreldra að ala krakkana sína upp, og margir láta það algerlega vera! Myndum við segja það sama um t.d. íslensku? Eða segja að krakkar geti bara lært ensku með því að horfa á friends?

Daníel Már Jónsson, 2.11.2006 kl. 21:09

6 Smámynd: Sylvía

af hverju eigum við(95% þjóðarinnar í kristnum trúfélögum) að kenna ýmis trúarbrögð til jafns? Hver er tilgangurinn með því? Vinaleiðin er ekki trúfræðsla, kristinfræði er m.a. kennd því hún er stór partur af okkar menningu. Kristinfræði var líka þér til upplýsingar grunnurinn að barnaskólum hér á landi, en það er önnur saga.

Sylvía , 3.11.2006 kl. 08:29

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er smá brot af þessum 95%, var það allavega meðan ég bjó heima. Ástæðan er að maður gengur sjálfkrafa í Þjóðkirkjuna. Hvað er stór hluti íslendinga trúaðir? Það veit ég ekki, en það eru ekki 95% plús þau 3-4% sem eru í öðrum trúfélögum.

Það er allt í lagi að kenna börnum um kristna trú á meðan að hún er ekki kennd sem sannleikur. Börn meiga vita um hvað málið snýst en mér finnst hæpið að taka fram fyrir hendur foreldra með því að kenna börnum að Guð sé til og sérstaklega að það fari til helvítis ef þau eru ekki góð.

Villi Asgeirsson, 3.11.2006 kl. 09:24

8 identicon

Rétt rúmlega helmingur þjóðarinnar telur sig kristinn samkvæmt <a href="http://kirkjan.is/skjol/truarlif_islendinga_2004.pdf">rannsókn</a> (pdf skjal) sem Þjóðkirkjan stóð fyrir 1994.

 95% "rökin" hafa því ekkert vægi.

Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 09:48

9 Smámynd: Sylvía

jæja.

Sylvía , 3.11.2006 kl. 09:56

10 identicon

Rétt er það að í lögum um grunnskóla  og lögum um leikskóla stendur að byggja eigi á kristnu siðgæði. Margir eru hinsvegar þeirrar skoðunar að þetta ákvæði lagana stangist á við trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu sem eru æðri almennum lögum. 

Rún (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband