SM - Hausmynd

SM

Færsluflokkur: Ferðalög

Whiskey Creek

Jæja þá fer Ameríkuförin að nálgast. Fer í 3 mánaða sálgæslunám til Norður Karólínu. Gisti hjá eldri hjónum í Whiskey Creek sem eiga svo fallegt heimili af myndunum að dæma. Þetta er bara alveg einsog draumaheimilið mitt.

 ?attid=0

  ?attid=0

kinkade

 

 

 

 

Minnir svoldið á Thomas Kinkade myndirnar sem eru svo sætar og væmnar. Ég er svoldið svag fyrir svoleiðis stundum.


á ströndinni

nú er ég komin í huganum á Wilmington beach NC, eða hvað sem hún heitir en þangað fer ég í sumar.wrightsville_top_image

Og svo sá ég þessa snilldar uppgötvun sem er svo neat og nice... md4_144823_w

Þeir sem  vilja minnast mín í sumar mega sjá mig fyrir sér á þessari strönd með svona vín og haldara... takk.


Jej Ameríka here I come!

cfiles20861Jej. Er að fara til Wilmington í Norður Karólínu í sumar í smá nám. Mun reyndar fagna fullnaðarsigri eftir að ég er komin með visað í hendurnar en...samt. Þegar ég svo fletti upp Wilmington, sem er við Cape Fear, þá kemur ýmislegt athyglisvert í ljós:

Ríkisdrykkurinn er mjólk; flestir eru baptistar enda tilheyrir þetta biblíubeltinu; Cherokee indíánarnir eru þaðan; þar búa um 100 þús. manns; 10 morð eru framin þar á ár; á aðeins 5% heimila búa ógift pör(enda var það aðeins gert ógilt í fyrra að ekki mætti búa saman nema vera giftur); og í bænum búa 142 dæmdir kynferðisglæpamenn. Þetta síðast talda finnst mér merkilegast, og að þeim er hægt að fletta upp á netinu,heimilisfangi og mynd og öllu. FootinMouth


að ferðast ódýrt

vantar þig ókeypis gistingu hvar sem er í heiminum? Skoðaðu þá couchsurfing.com þar er fólk sem er tilbúið að leyfa þér að gista heima hjá sér. Þar eru lika 42 íslendingar sem bjóða gistingu...ætli þetta gildi innanlands??

Annað sem sparar pening er hitchsters.com en ef þú ert að fara til New York gætirðu sameinast einhverjum í leigubíl til eða frá flugvellinum á þeirri síðu. Brilliant.  

Hér eru fleiri síður þar sem hægt er að finna fría gistingu:

 hospitalityclub.org

globalfreeloaders.com

servas.org 

tente1  Tjald e.Mat & Jewski


Machu Picchu

í Perú. Þangað hefur mig lengi langað að fara og nú er hægt að sjá staðinn á þessari síðu, allt niðrí smæstu atriði. Magnaður staður, borgin var reist af Incum um 1440 og var nokkurs konar afþreyingarborg fyrir hina ríku. Sumir hlöðnu veggirnir eru það þéttir að ekki kemst hnífur á milli.

10 verstu fangelsi í heimi

samkvæmt þessum lista, jú Brasilískt fangelsi er númer 1.

Er meira að segja til kvikmynd um þetta hræðilega fangelsi:

"Film based on real life experiences of doctor Drauzio Varella inside dreadful State penitentiary Carandiru, in São Paulo, Brazil, while he was doing a social work of Aids prevention. There he found hundreds of convicts living under degrading conditions. The situation came to a climax in 1992, when in order to smother a rebellion, police force killed 111 men."

 Það er reyndar búið að loka því í dag.

Svo eiga Bandaríkjamenn tvö fangelsi á þessum lista, númer 2 er í Colorado og þar eru fangar í algerri einangrun nema 9 tíma á viku.

Við skulum hugsa okkur vel um áður en við förum að smygla dópi í þessum löndum.


Skiptinemar

Eitt það besta sem fyrir mig hefur komið var að fara sem skiptinemi á vegum AFS 1991 til Chile. Svona langdvöl í annari heimsálfu, sérstaklega S-Ameríku þar sem menningin er svo ólík okkar, er mjög góð til að auka víðsýni og skilning á kjörum annara. Flestir sem fara svona sérstaklega þeir sem fara á ólíkar slóðir tala um breytt gildismat eftir dvölina. Við á Vesturlöndum búum við mikil forréttindi og þau eru ekki sjálfsögð, gott að átta sig á því.

 


Barcelona

er enn hér, kem í naestu viku, rosa hiti, mikill ís og Clara(bjór og limesóda). Glottandi


Barcelona

á morgun, vei!

 


Fiskibyrgin á Snæfellsnesi

fór þar um í sumar og sá þá þessi merkilegu fiskibyrgi sem eru alveg við veginn rétt við Gufuskála. Eru hlaðin úr grjóti og rúma c.2 manneskjur.

Eru víst um 200 talsins, nokkur heil, og eru frá um 15.öld. Er óvíst með upprunalega notkun; sumir segja bænhús papa, aðrir fiskþurrkun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband