SM - Hausmynd

SM

má ég biðja um þetta?

af silfri Egils:

1. Viðskiptaráðherra víkur forstjóra og stjórn Fjármálaeftirlitsins frá störfum.

2. Fjármálaráðherra rekur ráðuneytisstjóra vegna innherjaviðskipta.

3. Viðskiptaráðherrann látinn segja af sér fyrir vanrækslu í starfi.
Utanþings fagmanneskja skipuð í starfið tímabundið.

4. Fjármálaráðherrann látinn segja af sér fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við bankakerfið og vanrækslu í starfi. Utanþings fagmanneskja skipuð í starfið tímabundið.

5. Menntamálaráðherra látin sæta þingrannsókn fyrir hagsmunatengsl við bankakerfið.

6. Forsætisráðherra víkur stjórn Seðlabankans og bankaráði frá störfum og skipar fagfólk í stöðurnar tímabundið.

7. Ríkisstjórn samþykkir neyðarlög sem frysta allar eignir allra eigenda gömlu bankanna þriggja um leið og samnorræn lögreglurannsókn hefst á aðdraganda og hruni bankanna.

8. Utanríkisráðherra leggur fram frumvarp um afnám allra sérréttinda alþingismanna til samþykktar fyrir yfirvofandi þingrof.

9. Forsætisráðherra rýfur þing og boðar til kosninga eins fljótt og auðið er.

10. Forseti Íslands dregur sig í hlé og gengur á undan með góðu fordæmi og afþakkar eftirlaun.

11. Forsetakosningar, alþingiskosningar og evrópuaðildarkosningar fara fram samhliða.

 ---

Er hægt að fá nokkra trú á kerfið aftur ef ekkert af þessu verður gert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband