28.7.2008 | 01:08
Dýraníð
Ég er mjög hrifin af þáttum Morgan Spurlock 30 days, þar sem fólk með andstæðar skoðanir býr saman í 30 daga til að kynnast viðhorfum hvors annars. Síðasti þátturinn sem ég horði á var um dýramisnotkun og björgun hér í Bandaríkjunum. Mjög svo átakanlegt að sjá hversu slæmt þetta er hér bæði í kjöt- og mjólkuriðnaðinum. Er bara miður mín eftir þetta; goggar klipptir af lifandi kjúklingum, kálfar dregnir á halanum eða löppunum uppí flutningabíla, kálfshræjum hent í vegarkanta til að rotna, milljónum ungra gæludýra send til svæfingar, ofl..
- Videoið er hér, vonandi getið þið opnað þetta. Í þættinum sjáum við svo Animal acres sem er dýravin fyrir húsdýr sem hefur verið bjargað frá slátrun og illri meðferð.
Ég vissi að ástandið væri ekki gott og reyni því að borða sem minnst af kjöti, síðast þegar ég var hér fyrir 15 árum snerti ég ekki kjöt hér því ég bæði treysti ekki meðhöndluninni á dýrunum og því sem er sprautað í þau. Ég held það sé eitthvað mikið að kjötinu því vaxtarlagið á mörgu fólki er ekki eðlilegt. En þeir vinir og kunningjar sem ég hef eignast hér eru allflest grænmetisætur og leita uppi lífrænt ræktaðar vörur, margir hafa tattoerað VEGAN á sig. Við þurfum ekki allt þetta kjöt og alla þessa mjólk, það er nóg af öðrum hollari mat til.
Meginflokkur: Dýr | Aukaflokkur: Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 02:06 | Facebook
Athugasemdir
Sylvía ég treysti mér ekki til að horfa á vidíoið ef það er um illa meðferð á dýrunum. Ekki fyrir als löngu var fréttamyndband spilað hvað eftir annað í fréttunum hérna úti og þú hefur kannski séð það en það var um illa meðferð á nautgripum mig minnir að það hafi verið í sláturhúsi í Kaliforníu. Aumingja dýrin voru sjúk og gátu ekki staðið í fæturna og þá var bara notuð ýta og þeim rutt áfram. Þetta var alveg viðbjóðslegt og gerði það að verkum að 16 ára sonur minn og 18 ára dóttir neita að snerta á kjöti síðan.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 28.7.2008 kl. 01:21
þetta er átakanlegt efni en vel með farið á þessu videoi sem ég er að tala um jú fékk mig til að tárast.
En nei ég gat ekki horft á þetta video sem þú nefnir, er nokkuð sem maður skilur ekki.
SM, 28.7.2008 kl. 01:35
Þið ættuð að sjá heimildamyndina Zoo. Hún fjallar um dýranýðinga í Bandaríkjunum frá sérkennilegu sjónarhorni.
Jens Guð, 28.7.2008 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.