7.2.2008 | 01:04
Öskudagur
í dag Öskudag hér í USA var aska sett á enni fólks. Öskukross réttara sagt. Við chaplains fórum um spítalann og buðum fólki öskukross. Þá er farið með litla iðrunarbæn og sagt: af ösku ertu komin og að ösku muntu aftur verða. (Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!" -Gen.3.19). Askan eru brennd pálmalauf frá síðustu páskum.
Öskudagur markar upphaf Föstunnar sem er 40 dagar(nema sunnudagar) fyrir Páskadag. Hér einsog víða annar staðar er hefð að neita sér um eitthvað þessa daga, t.d. súkkulaði eða eitthvað annað sem erfitt er að neita sér um.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:36 | Facebook
Athugasemdir
Það er sko engin hætta á að fólk neiti sér um ja t.d. súkkulaði hér á þessum degi.
Afrakstur öskudagsliðsins á mínu heimili voru heil 12.kg. af nammi, og góður partur af því súkkulaði í einhverju formi.
Anna Guðný , 7.2.2008 kl. 01:36
hehe, en við erum að tala um 40 daga föstu...
SM, 7.2.2008 kl. 02:05
Þau eru í Greensboro. Í háskóla og í fótbolta. Ég kom þarna í fyrra, fallegt land NC.
Elísabet Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.