SM - Hausmynd

SM

áfengi á Íslandi

íslendingar eyða um 9 milljörðum í áfengi á ári samkvæmt ársskýrslu ÁTVR. Það gera um 30.000 kr. á hvern mann.

Margir taka eftir því hvað margir eru stundum að vinna í Vínbúðunum, sérstaklega úti á landi, og þegar fólk kemur inn stendur nánast hópur af starfsfólki og gónir á mann. Fyndið.

Allavega hvað er þetta logo þeirra? Lifum, lærum & njótum. 

Svo er 20.grein áfengislagana góð til að efla löghlýðni borgaranna:

20. gr. Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu.

Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar.

Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu.

 (13.07.06 -  bætti inn einu núlli, eyðslan er 30.000 kr. en ekki 3.000, sorry)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

3000 kall? Það er ein flaska á mann, hálfur kassi af bjór. Íslendingar eru greinilega ekki alkarnir sem ríkið álítur þá vera. Er ekki kominn tími til að gefa smásölu frjálsa?

Villi Asgeirsson, 12.7.2006 kl. 06:05

2 Smámynd: Sylvía

þetta er á hvert mannsbarn en reyndar drekka útlendingar hér líka, eru þeir ekki álíka margir og við hér á ári?? Þá er þetta cirkabout upphæðin. Ég vildi sjá hana frjálsa, láta fólk taka ábyrgð á sjálfu sér.

Sylvía , 12.7.2006 kl. 08:17

3 identicon

Mér finnst að sveitarfélögin eigi að bjóða fólki sem greiðir fullt útsvar, á ekki börn á leikskóla, mætir ekki í sund og nýtir sér í engu þjónustu samfélagsins fría áfenga drykki af og til.

Robert (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 22:28

4 Smámynd: Sylvía

já sammála, hvað erum við svosem að fá?

Sylvía , 13.7.2006 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband