SM - Hausmynd

SM

Aspartame og snyrtivörur

þetta efni er í öllu diet gosi og er mjög umdeilt. Sumir segja það safe, aðrir mjög hættulegt heilsu manna, sérstaklega ef maður drekkur diet daglega. Ég er hætt að drekka diet bara til að vera on the safe side.

Heitir líka E951

Hér er grein frá því í feb. á þessu ári í New York Times, segir ekki mikið, nema að þetta sé umdeilt. Síðan er hér frétt þar sem The European Food Safety Authority (EFSA) segir þetta hættulaust.

Þessir segja þetta hættulegt:

"But independent scientists say aspartame can produce a range of disturbing adverse effects in humans, including headaches, memory loss, mood swings, seizures, multiple sclerosis and Parkinson's-like symptoms, tumours and even death."

-------- 

Ég er líka að reyna að kaupa náttúrulegar snyrtivörur, t.d. Dr Hauschka í Yggdrasil, því samkvæmt þessu eru flest vörumerki sem við þekkjum með ýmsum eiturefnum í sem geta verið hættuleg þegar þau safnast upp. Á vef Skin deep er hægt að fletta upp ýmsum vörumerkjum til að sjá hvaða efni þau innhalda og hvaða merki eru náttúrulegust.

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu sinni var nú sagt að aspartame væri skaðlaust nema maður drykki eitt stykki baðkar af diet gosi á dag!!!
Maður spyr sig...
Gyða

Gyða (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 18:01

2 Smámynd: Sylvía

gæti verið...en þetta er amk mjög umdeilt

Sylvía , 27.6.2006 kl. 19:49

3 identicon

"Safe" Þýðir í raun að innan við (að mig minnir) 0,5-1 milljón manns deyr af þessu árlega. Svo veit maður ekkert hver er næmur fyrir aspartame og hver ekki, þetta er viðbjóðsefni sem var búið til á tilraunastofu það getur ekki verið hollt!
Ég mæli með heimildamyndinni "sweet misery".

Rebekka (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 08:49

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Gott að vita af síðu deep skin. Ég á við þann vanda að etja að vera með nikkel ofnæmi sem fer versnandi. Ég lenti í því um daginn að fá nikkeleitrun þar sem blæddi úr augunum á mér og í kjölfarið fékk ég blöðrur á andlitið. Þetta var ekki mjög skemmtilegt ég var að ganga inn í borgarleikhús að vera viðstödd Grímuna með vinkonu minni sem var tilnefnd. Sminkurnar í sminkuherberginu (þ.e hin yndislega Elín) tók af mér farðann og lét mig fá saltdropa í augun. Það er engin vafi að það var nikkelóþverri í augnskugga sem olli skaðanum. Í marga daga á eftir var ég með blóðhlaupin þrútin augu og er enn að jafna mig.

Það er nikkel í mörgum möskurum og í sanseruðum augnskuggum. Vandinn er að maður þarf hreinlega að vera efnafræðingur til að komast að því hvað er í snyrtivörunum. Ég hef lengi reynt að halda mig frá vörum með paraben samböndum, en þær snyrtivörur sem eru án þeirra eru hverfandi. Einu sem ég hef fundið eru Dr.Hauscha og áströlsku lífrænu snyrtivörurnar sem seldar eru í heilsuhúsinu og hagkaup, en snyrtivörumálning er líka varhugaverð.

Anna Karlsdóttir, 28.6.2006 kl. 15:09

5 identicon

Úff !

Rebekka (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband