25.4.2007 | 11:38
Hjónabandssæla
Bretinn Marie Stopes gaf árið 1918 út bókina Married love. Þá var hún nýskilin eftir árs langt hjónaband sem hún taldi hrikaleg mistök m.a. vegna kynlífsins:
"In my first marriage I paid such a terrible price for sex-ignorance that I feel that knowledge gained at such a cost should be placed at the service of humanity."
Og það gerði hún skrifaði þessa bók sem fjallaði um kynlíf og getnaðarvarnir. Bókin varð mjög vinsæl en Anglikanska kirkjan og margir læknar fordæmdu hana.
Í bókinni er meðal annars þetta graf sem sýnir hvenær konur eru mest fyrir kynlíf og hvenær ekki og tíðahringinn.
Hún segir þetta mynstur í samhljóm við Lev.15 í Biblíunni þar sem konum er bannað að stunda kynlíf 7 dögum eftir tíðir, en þá sem sagt 12 dögum eftir að tíðir byrja hefst egglos og þá eru þær hvað ,,viljugastar".
Meira hér.
Í dag starfa samtök undir hennar nafni sem berjast fyrir útbreiðslu kynfræðslu og getnaðarvarna um allan heim.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.