25.5.2006 | 19:29
Gæti ekki verið meira sammála þessum manni!
maður heyrir minnst á áfallahjálp í nánast hverjum fréttatíma. Sorry folks lífið er ekki sjampó-auglýsing.
Danskur læknir gagnrýnir ofnotkun áfallahjálpar
Torben Mogensen, yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Hvidovre, segir í grein í Berlingske Tidende í dag, að fólk eigi að gera tekist á við hversdagsleg áföll án þess að fá áfallahjálp eða sálfræðimeðferð. Menn verða að velta því fyrir sér hvernig samfélagið hefur þróast, fyrst talin er þörf á áfallahjálp eftir hversdagslega atburði," segir Mogensen í greininni.
Bent er á að t.d. sjónarvottar að ofbeldisverkum og slysum fái orðið áfallahjálp í Danmörku, starfsfólk hjúkrunarheimilis þar sem kom upp hneykslismál og jafnvel starfsmenn sveitarfélaga sem eru sameinuð.
Það hlýtur að enda með ósköpum ef samfélag okkar er þannig, að fólk lætur bugast við minnsta áfall. Það verður að búa fólk undir að það kann að verða vitni að einhverju óþægilegu um ævina og sem það verður að takast á við sjálft," segir læknirinn m.a.
Danskur læknir gagnrýnir ofnotkun áfallahjálpar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.