Færsluflokkur: Íþróttir
22.11.2008 | 23:27
Landsmótið í skylmingum
þessa helgina. Í dag voru m.a. byrjendur í kvennaflokki og þær má sjá hér...þar var yours truly. Vinningshafarnir raðast frá hægri og niður. Ég fékk s.s. brons.
Ekki hef ég séð neitt minnst á mótið í fréttum...
Íþróttir | Breytt 21.12.2008 kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.5.2008 | 13:20
að hlaupa eða ekki hlaupa maraþon
spurning að stefna á það og hafa afrekað það...
Leiðbeiningar um undirbúning:
VideoJug: Marathon Training Plans
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 01:44
Mótið yfirstaðið
og ég komin heim á nýja staðinn(var að flytja) og ákveð að hlusta á rúv.is á netinu og haldiði ekki að ég fái bara þjóðsönginn sem fyrsta lag... ég sem vann ekkert á mótinu en gerði mitt besta, og fæ þjóðsönginn sem fyrsta lag fyrir tilviljun, eða ekki tilviljun...
Ekki það að ég hafi verið að keppa fyrir landið, þetta var opið mót þar sem maður keppti á móti reyndum sem óreyndum. Ég keppti í bæði Epee og Foil. Það er aukaatriði í hvaða sæti ég lenti, ekki síðasta reyndar, en ég er mjög ánægð með að hafa náð stigi gegn þremur B skylmingarmönnum. B er mjög hátt, en fólk er flokkað í A-E og undir. Ég er alveg lurkum lamin eftir þetta 2 daga mót, með marga marbletti, og mitt fyrsta íþróttamót ever.
Keypti líka fullan búnað og stefni á Norður Karólínu-mót um miðjan apríl. Gaman.
Þeir sem unnu í Epee flokknum voru allt strákar um 16 ára gamlir...Það virðist vera aldurinn sem er að standa sig einna best.
Ég og John Rea þjálfarinn, en hann er í 6.sæti í 60 ára og yfir í Sabre á landsvísu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2008 | 03:10
M'ot um helgina
Jej! Ég er að fara á skylmingamót, jú að keppa...
Við förum nokkur héðan til Columbia í Suður Karolínu á 2 daga mót. Það verður gaman.
Þar keppa allir saman, ungir sem aldnir, reyndir sem óreyndir. Fólk í A flokki og þeir sem einsog ég eru ekki í neinum flokki enn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2008 | 15:29
Kúl skylmingasyrpa
það er rosa gaman að vera byrjuð að skylmast með rafmagni eftir 8 vikna fótaæfingar etc..
Þetta fólk í videoinu er ekkert smá snöggt...
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 03:23
að hjóla
ég hjóla allt sem ég fer hér því ég hef ekki keypt bíl. Er að forðast það í lengstu lög. Daglega hjóla ég um 6 km fram og til baka í vinnuna og er um 15 mín.aðra leið. Svo hjóla ég allt annað sem ég fer. Þetta er mjög heilsusamlegt augljóslega og ég finn mikinn mun á mér eftir 2 mánuði á hjólinu.
Verður hugsað til Koben með sér hjólagötur, það er frábært. Hér er veðrið enn gott, reyndar ansi kalt á morgnana en getur verið um 18-23 stig á daginn. Her er líka allt slétt, engar hæðir þannig að þetta er mjog hentugt til að hjóla. Nema í sumar þegar hitinn fer í 38 c gráður þá verður það örugglega fekar óþægilegt.
Koben.
hjólastæði í Japan.
Íþróttir | Breytt 16.11.2007 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 20:29
borgar sig að fara í ræktina
Þessi gaur tók myndir af sér mánaðarlega í 4 ár og æfði, afraksturinn er ansi góður og strax á 4. mánuði er mikil breyting. Spurning að gera svona til að sparka í rassinn á sér. (Allar myndirnar eru á linknum)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.9.2006 | 20:42
Kíló
þeas aukakíló, hef bætt á mig sem svarar einum feitum ketti í sumar... Er ekki sátt því ég vill vera í kjörþyngd sem er það sem ég var í vetur. Hreyfa sig meira!
Horfa á björtu hliðarnar, ég bætti þó ekki á mig sem svarar einum hundi.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2006 | 11:13
Heilsurækt
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)