Færsluflokkur: Skylmingar
22.11.2008 | 23:27
Landsmótið í skylmingum
þessa helgina. Í dag voru m.a. byrjendur í kvennaflokki og þær má sjá hér...þar var yours truly. Vinningshafarnir raðast frá hægri og niður. Ég fékk s.s. brons.
Ekki hef ég séð neitt minnst á mótið í fréttum...
Skylmingar | Breytt 21.12.2008 kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.11.2008 | 09:08
Skylmingamót í dag
Skylmingar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 23:40
Skylmingamót
í New Bern, NC í dag. Fórum fjögur úr Wilmington Fencing Club og kepptum á þessu utandyra-móti. Þetta var gaman og heitt...
20.4.2008 | 03:13
skylmingar
|
Passar, foil er það sem á best við mig. Epee er ágætt, en hef ekki enn prófað sabre.
Búkurinn er það sem maður á að hitta í foil.
Skylmingar | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 02:31
video af mótinu
smá brot af undanúrslitunum í Foil og Sabre. Sword in the stone.
Skylmingar | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 01:44
Mótið yfirstaðið
og ég komin heim á nýja staðinn(var að flytja) og ákveð að hlusta á rúv.is á netinu og haldiði ekki að ég fái bara þjóðsönginn sem fyrsta lag... ég sem vann ekkert á mótinu en gerði mitt besta, og fæ þjóðsönginn sem fyrsta lag fyrir tilviljun, eða ekki tilviljun...
Ekki það að ég hafi verið að keppa fyrir landið, þetta var opið mót þar sem maður keppti á móti reyndum sem óreyndum. Ég keppti í bæði Epee og Foil. Það er aukaatriði í hvaða sæti ég lenti, ekki síðasta reyndar, en ég er mjög ánægð með að hafa náð stigi gegn þremur B skylmingarmönnum. B er mjög hátt, en fólk er flokkað í A-E og undir. Ég er alveg lurkum lamin eftir þetta 2 daga mót, með marga marbletti, og mitt fyrsta íþróttamót ever.
Keypti líka fullan búnað og stefni á Norður Karólínu-mót um miðjan apríl. Gaman.
Þeir sem unnu í Epee flokknum voru allt strákar um 16 ára gamlir...Það virðist vera aldurinn sem er að standa sig einna best.
Ég og John Rea þjálfarinn, en hann er í 6.sæti í 60 ára og yfir í Sabre á landsvísu.
Skylmingar | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)