Færsluflokkur: Vísindi og fræði
20.9.2006 | 08:15
Silfurberg
Mér finnst ansi hégómlegt að taka þetta berg til að skreyta Þjóðleikhúsið þegar annað efni væri jafn gott. Er hægt að ganga endalaust á íslenska náttúru? Hvað ætli þetta kosti?
Silfurberg - Í því eru stórir og fallegir kristallar og brúnir þeirra mynda skarpar og þráðbeinar línur. Í silfurbergi er sérstakt ljósbrot og það var notað í smásjár á allt frá 17 öld framn undir 1920. Á þeim tíma var mikið af íslensku silfurbergi flutt til útlanda og átti þar góðan þátt í alls kyns uppgötvunum í eðlisfræði og öðrum vísindum. Silfurberg er tiltölulega algengt en hins vegar er sjaldgæft að kristallar þess séu jafn tærir og stórir og þeir eru í íslensku silfurbergi. Stærsti silfurbergskristall sem vitað er um í heiminum er um 225 kg. Hann kom frá Íslandi og er á safni í Lundúnum.
- af vef Námsgagnastofnunar
![]() |
Silfurberg fundið á Þjóðleikhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2006 | 14:54
Þróun heimsins
hér, mjög flott uppsett, jú margt er bara kenning en engu að síður gaman að þessu, t.d. var sápa fundin upp fyrir 4.500 árum.
Læt fylgja með sköpunarsögu Biblíunnar sem að mínu mati er ekki í mótsögn við vísindin, heldur ljóð um sköpun heimsins.
1. Mósebók 1:
1. Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.
2. Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum.
3. Guð sagði: Verði ljós! Og það varð ljós.
4. Guð sá, að ljósið var gott, og Guð greindi ljósið frá myrkrinu.
5. Og Guð kallaði ljósið dag, en myrkrið kallaði hann nótt. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur.
6. Guð sagði: Verði festing milli vatnanna, og hún greini vötn frá vötnum.
7. Þá gjörði Guð festinguna og greindi vötnin, sem voru undir festingunni, frá þeim vötnum, sem voru yfir henni. Og það varð svo.
8. Og Guð kallaði festinguna himin. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn annar dagur.
9. Guð sagði: Safnist vötnin undir himninum í einn stað, svo að þurrlendið sjáist. Og það varð svo.
10. Guð kallaði þurrlendið jörð, en safn vatnanna kallaði hann sjó. Og Guð sá, að það var gott.
11. Guð sagði: Láti jörðin af sér spretta græn grös, sáðjurtir og aldintré, sem hvert beri ávöxt eftir sinni tegund með sæði í á jörðinni. Og það varð svo.
12. Jörðin lét af sér spretta græn grös, jurtir með sæði í, hverja eftir sinni tegund, og aldintré með sæði í sér, hvert eftir sinni tegund. Og Guð sá, að það var gott.
13. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn þriðji dagur.
14. Guð sagði: Verði ljós á festingu himinsins, að þau greini dag frá nóttu og séu til tákns og til að marka tíðir, daga og ár.
15. Og þau séu ljós á festingu himinsins til að lýsa jörðina. Og það varð svo.
16. Guð gjörði tvö stóru ljósin: hið stærra ljósið til að ráða degi og hið minna ljósið til að ráða nóttu, svo og stjörnurnar.
17. Og Guð setti þau á festingu himinsins, að þau skyldu lýsa jörðinni
18. og ráða degi og nóttu og greina sundur ljós og myrkur. Og Guð sá, að það var gott.
19. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fjórði dagur.
20. Guð sagði: Vötnin verði kvik af lifandi skepnum, og fuglar fljúgi yfir jörðina undir festingu himinsins.
21. Þá skapaði Guð hin stóru lagardýr og allar hinar lifandi skepnur, sem hrærast og vötnin eru kvik af, eftir þeirra tegund, og alla fleyga fugla eftir þeirra tegund. Og Guð sá, að það var gott.
22. Og Guð blessaði þau og sagði: Frjóvgist og vaxið og fyllið vötn sjávarins, og fuglum fjölgi á jörðinni.
23. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fimmti dagur.
24. Guð sagði: Jörðin leiði fram lifandi skepnur, hverja eftir sinni tegund: fénað, skriðkvikindi og villidýr, hvert eftir sinni tegund. Og það varð svo.
25. Guð gjörði villidýrin, hvert eftir sinni tegund, fénaðinn eftir sinni tegund og alls konar skriðkvikindi jarðarinnar eftir sinni tegund. Og Guð sá, að það var gott.
26. Guð sagði: Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni.
27. Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.
28. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.
29. Og Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.
30. Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðu. Og það varð svo.
31. Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn sjötti dagur.
1. Þannig algjörðist himinn og jörð og öll þeirra prýði.
2. Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sínu, er hann hafði gjört.
3. Og Guð blessaði hinn sjöunda dag og helgaði hann, því að á honum hvíldist Guð af verki sínu, sem hann hafði skapað og gjört.
4. Þetta er sagan um uppruna himins og jarðar, er þau voru sköpuð.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2006 | 20:05
Baader-Meinhof fyrirbærið
nú er komið nafn á þetta sem svo oft kemur fyrir mig: Baader-Meinhof. Maður heyrir t.d. eitthvað sérstakt orð og heyrir það svo aftur sama dag eða sér hlutinn. Stundum kemur þetta 3x í röð. Man ekki dæmi núna en týpískt er að hugsa til einhvers eða dreyma sem maður hefur ekki séð í hundrað á og svo minnist einhver á hann eða maður sér manneskjuna þann sama dag. Skrítið.
Hér er grein um fyrirbærið.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2006 | 22:20
Wild sex
Ég og Sigurður ætluðum í bæinn í gærkvöldi en festumst yfir Wild Sex í sjónvarpinu. Ansi gott efni og fræðandi.
er þáttur um dýra-sex á National Geographic.
Wild Sex: Swingers
The rarity of monogamy in the animal world is revealed. However, while geese, for example, enjoy the odd minage-a-trois, other animals simply don't make the cut and remain virgins.
Ansi merkilegt að þau dýr sem eru swingers fá svæsna kynsjúkdóma, vissi það ekki. Sætu Koala birnirnir eru einna verstir í þessu...
Annars langar mig að sjá næst þennan þátt:
Wild Sex: Femme Fatales
Nature's fearsome females are revealed. Creatures like the Praying Mantis, who eats her partner's head after sex, use and discard males in their hunt for the best genes.
Vísindi og fræði | Breytt 19.6.2006 kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2006 | 23:32
kattatilraun
Vísindi og fræði | Breytt 13.6.2006 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2006 | 22:58
Kaffi - til ýmissa hluta nytsamlegt
Hægt er að nota kaffi til að:
- setja gljáa og dekkja hár
- taka lykt úr ískáp(setja kaffikorn aftast)
- lita efni brúnt
- vökva blóm
héðan, þar eru einnig ýmis önnur húsráð.
8.6.2006 | 15:39
siðlegt?
er þetta í lagi?
Hvað gera nú allir þeir sem hafa ,,ofnæmi"(andlegt, hata ketti) fyrir köttum þegar þessir verða algengir?
![]() |
Vísindamenn segjast hafa ræktað kött sem veldur ekki ofnæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.5.2006 | 09:59
leysum vind
spurning hvort að þetta sé komið í apótek hér?
*The pad actually fits inside the underwear and isn’t bulgy or detectible.(eins gott)
...charcoal cloth pad, that is secured inside the underwear similar to a panty liner. It absorbs the intestinal gas odor right at the source before it gets into the air, and others can smell it.
Does excessive flatulence, incontinence or feminine odor stifle your life? Are you refraining from living a complete lifestyle - one to the fullest - because of embarrassing, uncontrollable odors or mishaps?
Rebekka, spurning að fjárfesta í einu svona?
26.5.2006 | 09:44
Disposophobia
er ótti við að henda hlutum.
Hér eru Disaster Masters sem taka til hjá þeim sem eru komnir í óefni. Það eru fyrir og eftir myndir af íbúðum þeirra sem eiga við þennan vanda að etja.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)