SM - Hausmynd

SM

Færsluflokkur: USA

Tilfinningalegur þjónustuhundur

Í vélinni í Ameríku sat við hliðina á mér kona með hund í tösku. Þetta var emotional therapy dog sem var með henni til að hjálpa henni í fluginu því hún er svo flughrædd. Hef bara heyrt um blindrahunda og heimsóknarhunda, þetta var nýtt. Hún var með uppáskrifað frá geðlækni að hún þyrfti þennan hundastuðning í flugi.

islendingar

Prestur sem eg vinn med segir mer fra þvi thegar hann var ungur prestur i Nordur Dakota fyrir c.20-30 arum ad hann muni serstaklega eftir "islendingunum" þar sem aldrei beygdu af sama a hverju gekk. Folkid var mjog stoiskt.

Eg held ad þad se akvedinn lenska i okkur ad halda ro okkar, a.m.k. midad vid amerikana kannski, sem eru almennt opnari med tilfinningar. Eg a.m.k. graet ekki i tima og otima, midad vid suma herna.


mbl.is Ingibjörg Sólrún heimsækir Mountain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myrtle waves

photo12 Forum í gær nokkur saman í vatns-skemmtigarð á Myrtle Beach í Suður Karolinu. Þad var fjör, en ég held ég hafi verid sú eina sem fór i sturtu á undan sundinu...Undecided hér er ekki mikið lagt uppúr þesskonar pjátri...

Landafrædi

striphandler

Thad er mikid gert grin ad landafrædi(fa)kunnattu amerikana en her er eg nær undantekningarlaust spurd ad þvi hvort þad se ekki rett ad Island se grænt en Grænland hvitt... Virdist hafa setid vel i folki sidan i landafræditimum.  


Helgin

so far.  Keyrði niður til Charleston, SC, á föstudag og labbað þar um. Er annað sinn sem ég fer þangað, er mjög sjarmerandi bær. Gisti svo hjá couchsurfer(þá gistir maður frítt hjá fólki) og gekk það vel. Annars borðaði ég á ,,ítölskum'' veitingastað þarna í miðbænum og var það ein versta máltíð sem ég hef fengið, heimamenn þekkja þennan stað af illu en þessi staður trekkir túrista sem vita ekki betur. Ég sé eftir þeim pening og að hafa ekki neitað að borga...

usa j�l� 2008 035 usa j�l� 2008 036

 

 

 

 

Stoppaði á leiðinni heim hjá Plantekru safni, Hampton Plantation. Það var að loka en mér var sagt að þar hafi verið hrísgjrónaræktun frá um 1700 og þarna ,,unnu'' um 700 þrælar. - Mynd af herrasetrinu.

usa j�l� 2008 039

 

 

 

 

 

 

Kom svo heim í gærkvöldi, og í morgun fór ég á ströndina hér í Wilmington; Wrightsville beach. Tók þetta video þar.

  


Mer finnst

Uppgotvaði þennan þatt Mer finnst a INN nylega her i utlegðinni. Likar hann mjog vel. Serstaklega thessi thattur þar sem islendingar hafa buið i Danmorku eru ad bera saman islendinginn og danann.

Eg er mikid i þvi að bera saman kanann og islendinginn og hef þvi gaman af svona spekuleringum. Eg er algjorlega a þvi ad Island se best i heimiCrying, her næ eg engum tengslum vid natturuna ne staðinn, þad er eitthvað við vissa staði eða lond thar sem maður er i sinu elementi, og Suðurrikin eru ekki einn af þeim stoðum. Folk er mest til gjorolikt ad upplagi her. Audvitad hef eg kynnst fullt af frabæru folki en þad er ekki nog til ad eg myndi vilja bua her.


Strandferð

í strandhús á Holden Beach hér í Norður Karólínu. Fór með vinkonu til að hitta fjölskyldu hennar. Mjög fallegt og notalegt. Fórum á veitingastað í gær og fengum mjög góðan fisk, kallaður Mahi-mahi.

 


að skapa Guð í sinni mynd

lq ...

Skylmingamót

í New Bern, NC í dag. Fórum fjögur úr Wilmington Fencing Club og kepptum á þessu utandyra-móti. Þetta var gaman og heitt...

 47b8db10b3127ccec46b7d70c03500000056100AaNWrNy2buGIPbz4K47b8db10b3127ccec46a585f21ec00000056100AaNWrNy2buGIPbz4K


Gósenlandið Ameríka

m_11bb9d940cf4db8c9b01adbc047a05cfÉg er að læra meira og meira inná þetta heilbrigðiskerfi hérna í USA, maður fékk góða innsýn í heimildarmynd Michael Moore, Sicko, og við að vinna á spítalanum en samt er þetta allt eitthvað svo ótrúlegt, svo ólíkt okkar kerfi...enn sem komið er...sem betur fer. 

Hér eru þrjú dæmi sem ég hef heyrt af hér frá fólkinu sjálfu(NB þetta eru ekki sjúklingar á spítalanum, heldur fólk sem ég hitti hér):

- Ung kona þarf að fara í ennisholuaðgerð(sinus) og hún er með tryggingu, allt í góðu, nema hvað eftir aðgerðina, sem tryggingarfélaaið hafði samþykkt, fær hún bréf þar sem þeir segjast ekki geta borgað þetta því þetta hafi verið pre-existing condition(vinsæl afsökun til að borga ekki)...Hún skuldar því nú 12.000$ eða um 900.000 kr.

- Maður er lagður inn vegna hjartaáfalls, hann er ekki með tryggingu, því hann var að skipta um vinnu, og tryggingin hefst ekki fyrr en eftir 90 daga á nýjum stað. Hann á von á reikningi uppá um 100.000$, um 7 milljónir kr. fyrir c.viku sjúkrahúslegu.

- Kona eignast barn, hún er með tryggingu en af því að barnið var tekið með keisara þá greiðir tryggingin ekki slíkan kostnað, því það er ekki eðlileg fæðing, hún hefur þegar fengið reiknig uppá 2.500$, um 180.000 kr., en á von á meiru. Hún fékk líka 10 vikna fæðingarorlof, en slíkt er normið hér(reyndar voru 2 af þessum vikum gjöf frá samstarfsfélögum sem gáfu henni frídagana sína en slíkt viðgengst hér).

Þetta er allt eftir þessu, þetta er alveg ömurlegt, enda missir fólk aleiguna ef það veikist og er einhvernveginn á milli kerfa...en þannig er þetta líka allt sett upp, bara peningamaskína. Guð forði íslendingum frá því að glepjast af þessu kerfi ameríkananna. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband