SM - Hausmynd

SM

Færsluflokkur: Wilmington

komin út aftur

Þá er ég komin til Norður Karólínu aftur og hér er milt og gott veður, eiga að vera 23 gráður í dag.

Það er bara fínt að vera komin út aftur, betra en ég bjóst við. Ég var orðin svo þreytt á öllu hér fyrir jól en fríið heima hefur náð að rétta mig við. Þannig að þetta verður bara mjög fínt það sem eftir er hér... Amen. homeimage

036foto425Býðst að fara í Magadans, en er einnig að spá í að fara í skylmingar...verst að þetta er á sama tíma...og verst ég er veik í dag þegar þetta hvort tveggja byrjar. Allavega, fer næst. 


Wilmington í dag

fór út að hjóla í dag. Nokkrar myndir héðan af Wrightsville beach.

47b7cc03b3127cceb20fb906c39100000026100AaNWrNy2buGMA

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

47b7cc03b3127cceb20fb90142a600000026100AaNWrNy2buGMA

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

47b7cc03b3127cceb20fb90cc39b00000026100AaNWrNy2buGMA

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 47b7cc03b3127cceb20fb90942ae00000026100AaNWrNy2buGMA

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

47b7cc03b3127cceb20fb90742a000000025100AaNWrNy2buGMA


Jólahvað

samtíningur

Þetta myndband tók ég af ofskreyttu húsi með live-jólatónlist...spilar jólalög allan daginn. Ég og Gene samstarfsfélagi minn á smá spjalli þarna.

Ofskreyttur trailer. 

47b7cc30b3127cceb192c1c763b400000026100AaNWrNy2buGMA

Festi kaup á töfrasápunni hans Dr.Brenners og hlakka til að nota hana í allt. For we are all One or None!

47b7cc30b3127cceb192c1e9639a00000026100AaNWrNy2buGMA

Keypti þennan áramótakjól í Góða hirðinum hérna á heila 5$.

47b7cc29b3127cceb1d1e6bf968500000025100AaNWrNy2buGMA


Hjólatúr

Hjólaði í dag um 35 km, fór spes hjólastíg meðfram vegi hérna. Veðrið var ansi gott eða um 22 gráður í dag og á að vera þannig alla vikuna. Er frekar sérstakt á þessum árstíma hér. Annars geta morgnarnir verið kaldir, allt niðrí 4 gráður.

47b7cc28b3127cceb1cfd44e4f7600000026100AaNWrNy2buGMA ´The biking viking´

47b7cc28b3127cceb1cfd48bce8300000026100AaNWrNy2buGMA

47b7cc28b3127cceb1cfeaf0cee700000025100AaNWrNy2buGMA  47b7cc28b3127cceb1cfed678eeb00000026100AaNWrNy2buGMA

 


Vinnupartý

Í gærkvoldi var jólapartý hjá okkur chaplains. Borðuðum, skiptumst á gríngjöfum og sungum.

  47b7cc29b3127cceb1d19622171000000026100AaNWrNy2buGMA

47b7cc29b3127cceb1d1910357aa00000026100AaNWrNy2buGMA

47b7cc29b3127cceb1d1953d579600000026100AaNWrNy2buGMA

47b7cc29b3127cceb1d191aed63700000026100AaNWrNy2buGMA greyið er lamað á afturfótunum og er með þessa fínu kerru.


Litla jólahornið

ég er búin að skreyta fyrir jólin...svona:

47b7cf09b3127cceb088fb43e25b00000025100AaNWrNy2buGMA dagatal, piparkökukall og skraut.

Já ég er komin í jólaskap og bara 26 dagar þangað til ég kem heim og get borðað lambakjöt og unað mér í besta landi í heimi samkvæmt öllum könnunum þessa dagana.

Uppáhaldsjólalagið fylgir hér með Smile úr Love Actually

 

 


Fyrsta lota búin

þá er fyrstu önn af CPE lokið. Dagurinn í dag fór í það að hópurinn sat og hlustaði á hvern og einn lesa upp sínar hugleiðingar um prógrammið, sjálfan sig í þessu chaplain hlutverki sem og segja álit sitt á öllum öðrum í hópnum. Það gekk nú bara vel miðað við margt sem á undan hefur gengið. Þannig að núna framundan er bara vinna og engir tímar fram yfir áramót.

991852025_fried-green-tomatoes-recipeÍ hádeginu fórum við útað borða og fengum í forrétt steikta græna tómata. Þeir eru bara nokkuð góðir.

Eftir þetta fórum við nokkur niður á strönd og tíndum skeljar og bleyttum fæturnar. Sjórinn er frekar kaldur en þarna voru margir brimbrettakrakkar í öldunum sem eru frekar litlar. Í dag var heitt, örugglega um 20 stig. Skilst að annað sé uppá teningnum heima...

Svo er bara jólafríið mitt að nálgast...jej!


Skór

Hér eru nokkrir skór sem ég á. Ég fæ alltaf mikil komment þegar ég er í þeim, oft á dag, því þeir eru svo sætir. InLove Ég veit ekki hvort það eru endilega skórnir per se eða hvort þetta sé einhver spes suðurríkjasiður hér að hrósa skóm fólks. Skór no.1 frá hægri fá mest hrós.

 47b7cf38b3127cceb01073a3636800000026100AaNWrNy2buGMA

Funny that a pair of really nice shoes make us feel good in our heads

- at the extreme opposite end of our bodies.  ~Levende Waters


Helgin

fór í vinnupartý hjá Gene og hans konu. Þau búa við Waccamaw vatn hér utan við borgina. Fallegur staður. Partýið var fínt...frekar rólegt svona...Stóð frá 4-8. Ég var nú að reyna að rífa þetta upp, en gekk illa.

47b7cf38b3127cceb0107065a20700000026100AaNWrNy2buGMA séð frá húsinu.

47b7cf38b3127cceb01073cce23700000026100AaNWrNy2buGMA í átt að húsinu.


Sigur!

nhrmcyes spítalinn er að fara að endurvinna. Það á að setja upp endurvinnslutunnur fyrir pappír og flöskur ofl.. Hingað til hefur ekkert slíkt verið gert hér, en ég(yours truly) kom þessu af stað. Ég hef haft endurvinnslupoka fyrir flöskur og dósir í okkar deild og koma því á framfæri við yfimennina í sumar að spítalinn þyrfti að endurvinna og nú 1.des. ætla þeir loksins af stað.

YES! Litli maðurinn getur áorkað ýmsu. (Kannski var þetta ekki bara mín hugmynd eða mín vegna þannig lagað, en samt...skemmtilegt).

Mér blöskrar svo hvernig fólk bara hendir öllu hér, og virðist alveg sama, meira segja vinnufélögunum finnst ég skrítin að vilja endurvinna og virðist vera svo sama. En heimili hér endurvinna mikið, það er mín reynsla, en svo stór vinnustaður sem spítalinn ætti að endurvinna þó ekki nema væri pappír...svo er allur matur þar í frauðplast bökkum og öll áhöld úr plasti...arg. Það er næst á dagskrá, að fá venjuleg borðáhöld og líka ætan mat...hollan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband