Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
19.6.2006 | 10:26
17.júní götuleikhús
var ekki hrifin af atriði hjá götuleikhúsi sem ég sá koma niður Laugaveginn á 17. júní. Og sendi því kvörtun til aðstandenda Hins hússins, það var vegna þessa:
,,Var það vegna atriðis sem var tilvísun í Jesú á krossinum og var hann dansandi og líkt og í annarlegu ástandi. Tel ég þetta vera skrumskælingu á annars mikilvægum atburði í hugum kristins fólks og skil ekki hver tilgangurinn var eða af hverju þetta er sýnt þarna."
Mér var svarað kurteisilega og bla bla bla.
Æi skil ekki hvað Jesús á krossinum tengist 17. júní. Ef þetta hefur einhverja djúpa meiningu sem ég skil ekki þá er engin leið að ná henni af svona götuleikhúsi á pallbíl sem fer framhjá manni á nokkrum sekúndum. Eitthvað hefðu múslimar sagt.
19.6.2006 | 10:13
konur og kirkja
gott mál að hún sé ráðin í þetta starf.
Ordain women or stop baptizing them.
Vígið konur eða hættið að skíra þær.
Kona valin yfirmaður biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2006 | 20:04
Faðir Kolbe
Faðir Maximilliam Kolbe var fangi nasista í Auschwitz. Hann var kaþólskur prestur frá Póllandi sem sendur var í fangabúðir nasista og mátti þola þar mikið harðræði líkt og aðrir þar. Þær sögur fóru af honum í fangabúðunum að hann hafi gefið öðrum af þeim litla mat sem hann fékk og að hann hafi iðulega farið á milli svefnplássanna á kvöldin og boðið fram þjónustu sína sem kaþólskur prestur. Hann boðaði mönnum að sigra illt með góðu.
Svo er það einn daginn að einn fanginn strýkur og þá var reglan sú að lífláta 10 fanga úr sama klefa í staðinn. Seinna kom svo reyndar í ljós að enginn flótti hafði átt sér stað heldur hafði viðkomandi fangi drukknað í keri í búðunum. - Refsingin á mönnunum tíu var sú að loka þá inn í klefa án matar og vatns og láta þá þannig mæta dauða sínum. Einn mannana hrópar þá upp í angist sinni; ,,Hvað með konu mína og börn sem eru heima? Þá stígur Kolbe fram og býðst til að fara í klefann í staðinn fyrir þennan mann. Því er tekið. Það þarf ekki að fjölyrða um vistina í klefanum. Fangavörður lýsti því síðar að úr klefanum heyrðust reglulega bænir og söngur. En faðir Kolbe fór þar með bænir, hugleiðingar um písl Krists og söng sálma.
Að tveim vikum liðnum voru aðeins 4 menn enn á lífi þar á meðal faðir Kolbe og var honum þá gefin banvæn sprauta. Hann var 47 ára. Lík hans eins og annara var svo sett í ofnana.
Klefi þessi er nú tilbeiðslustaður og Kolbe var gerður að dýrlingi í kaþólsku kirkjunni árið 1981. Maðurinn sem Kolbe gekk í dauðann fyrir dó fyrir tíu árum síðan, þá 95 ára að aldri. Hann fór hvert ár á dánardegi Kolbe til Auschwitz til að votta honum virðingu sína, manninum sem hafði dáið fyrir hann.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2006 | 09:56
Hvítasunnan
er á sunnudaginn. Margir vita ekki um hvað hún snýst svo hér er smá útskýring:
Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kristninnar. Með hvítasunnuhátíðinni lýkur páskatímanum. Hvítasunna er stofndagur kirkjunnar því þá sendi Jesú Heilagan anda til lærisveinanna.
Heilagur andi lífgar og leiðir kirkjuna, kennir henni og varðveitir hana frá villu, eins og líka sérhvert þeirra sem játast Jesú Kristi.
Að því að rautt er litur elds og ástar er hann einnig litur útsendingar andans, og merki þeirra sem vinna verk Guðs og bera vitni um trúna.
af kirkjan.is
Postulasagan 2:
Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.
altarisdúkur eftir Jacquie Binns
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2006 | 09:26
Lokapredikun
hér er mín...
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2006 | 22:46
Náungakærleikurinn
First they came for the Jews
and I did not speak out--
because I was not a Jew
Then they came for the communists
and I did not speak out--
because I was not a communist
Then they came for the trade unionists--
and I did not speak out--
because I was not a trade unionist
Then they came for me
and there was no one left to speak for me
Pastor Niemoeller
fórnarlamb nasista
Trúmál og siðferði | Breytt 30.5.2006 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2006 | 16:53
Nýtískukirkjur
Hér er frétt um hvað er að gerast í kirkjunni í Ameríku. Menn eru að fara nýjar leiðir til að höfða betur til nútímamannsins, t.d. að hafa fullt af sófum þar sem kirkjugestir sitja á samkomum og presturinn sem er klæddur sínum venjulegu fötum spjallar við fólkið. Þessi hreyfing kallast The Emerging Church.
"In a dark sanctuary filled with votive candles, fast-paced images flash across video screens. Participants come forward to write their names on a wooden cross on the floor. At the altar, a DJ with a computer mixes the music to set the mood."
Pastor MCLAREN: It's not just a matter of coming and sitting in a pew and enduring 50 or 70 or whatever minutes of observing something happen. But it's saying, "I want to experience God. I'm interested in coming into an experience here."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2006 | 07:41
Bænaklútar
þetta er frá Tíbet. Þeir hengja upp bænir áprentaðar á efni og láta blakkta í vindinum. Er fallegt og sniðugt ritual, en stundum þörfnumst við rituals til að skilja hluti betur og líða betur með trúna.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2006 | 11:58
Orð dagsins
Rómverjabréfið 12:21.
Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.
Message biblían: Rom.12.20-21
Our Scriptures tell us that if you see your enemy hungry, go buy that person lunch, or if he's thirsty, get him a drink. Your generosity will surprise him with goodness. Don't let evil get the best of you; get the best of evil by doing good.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2006 | 21:25
Lego biblían
Trúmál og siðferði | Breytt 22.5.2006 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)