SM - Hausmynd

SM

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gaede systurnar

þessar sakleysislegu tvíburasystur eru bandarískir nasistar og syngja lög á plötu sem upphefja Hitler og co. Hissa  "Lynx and Lamb have been nurtured on racist beliefs since birth by their mother April."  Aumingja krakkarnir.

Sjá frétt hér. og video hér.

 

 


hún vakti hjá honum reiði...

,,Segir í niðurstöðum dómsins, að árásin hafi átt sér töluverðan aðdraganda og hún hafi verið unnin í mikilli geðæsingu eða reiði, sem konan hafði vakið hjá manninum."

Maður staldrar við svona lýsingar, er tekið svona til orða í öðrum ofbeldisbrotum þar sem t.d. tveir kallar slást? Ef maður brygðist svona við í hvert sinn sem maður yrði reiður væri það þá afsakanlegt?


  

  

héðan


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á sambýliskonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgum Íslandi

savingiceland.org

 


bara smá grín?

karlremban í dag:

pissuskálar hjá Virgin airlines á JFK.

og þessi ,,smekklega" auglýsing frá Durex:

þetta er opna í tímariti ef þið áttið ykkur ekki á þessu.

 


Íslandsvinir.org

undirskriftarsöfnun gegn stóriðjuframkvæmdum og öllu því hér.


Lækka, slökkva, endurvinna, ganga.

Herferð Evrópusambandsins til að hvetja Evrópubúa til að hjálpa til við að hindra gróðurhúsaáhrif.

  Heyr, heyr.


mbl.is ESB hvetur heimili til vinna gegn gróðurhúsaáhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gott að þetta sé að sameinast

en slæmt að þurfa að læra öll þessi nöfn, er rétt búin að læra Árborg og Fjarðarbyggð.Óákveðinn
mbl.is Kosið um nöfn á sjö ný sveitarfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

okur á Íslandi

það liggur fyrir frumvarp til laga(boring) um gjaldskrár tannlækna. Þar er samanburður á verðum tannlækna í nágrannalöndunum og munar ansi miklu einsog menn geta getið sér til um, t.d.:

kostnaður á röntgenmynd(skv.gjaldskrá) er 1.274 á ísl, en 260 kr. í Svíþjóð.  Plastviðgerð er á  6.734 hér, en í Þýskalandi 3.520 kr..

Og þetta er allt eftir þessu, má sjá nánar hér. Samt eru íslensku verðin aðeins eftir gjaldskrá en meðalverð tannlækna er 30% hærri en hún.

Alveg þori ég að veðja að einhver stormi hér inn og verji þetta, enda þrælslundin mikil í íslendingum.


Kaupfélög

Kom við á Hvammstanga um daginn og mér til mikillar furðu þá er Kaupfélag þar. Þetta var flashback að koma þarna inn, algjörlega gamli tíminn. Þessi mynd segir nú meira en mörg orð um það.

En ég er ánægð með að þessi örfáu kaupfélög séu til staðar því þau auka á fjölbreytnina. Í nánast öllum bæjum og skuðum eru sömu búðirnar sem tröllríða öllu og hafa tekið yfir all verslun t.d. Bónus og Lyfja. Ömurlegt að koma allstaðar inn í sömu búðirnar með sömu vörurnar. Svo segja menn að kommúnismi vilji að allir og allt sé eins en ég fæ ekki betur séð en að kapitalisminn sé þannig líka hvað þetta varðar.


Þráhyggja

allar þessar skoðanakannanir nú fyrir kosningar jaðra við þráhyggju, algjörlega búin að fá nóg af þessu. Þær eru nokkrar á dag og fyllt upp í fréttir með pælingum fram og til baka um þetta. Hvernig væri bara að bíða fram yfir kosningar með úrslitin?


mbl.is Framsóknarflokkur nær inn manni samkvæmt nýjustu könnun Gallup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband