Færsluflokkur: Bloggar
19.1.2007 | 10:34
Hið færeyska barnaland
merkilegt að skoða færeyskan kvennaspjall vef, Kvinna, þetta er einsog að lesa íslensk fornrit nema hvað umræðuefnið er aðeins nútímalegra, eða eins og að lesa ísl.Barnaland á góðum degi hvað stafsetningu og málfarsvillur varðar...
Þarna er meira að segja sér linkur um trúmál enda skipar trúin stóran sess hjá færeyingum.
Nokkur umræðuefni:
- Er gud virkuliga so órímiligur?
- Pynta til jóla
- tolur tú ikki at kjaka um sex, hald teg vekk!
Íbúafjöldi 48.000 manns.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 19:53
í Kína
gera menn svona:
Reisa hótel í tómri námu. Spurning hvort að hægt sé að gera þetta samhliða Kárahnjúkastíflunni??
Einnig barnabókabúð í Bejing, rosa flott.
Bloggar | Breytt 19.1.2007 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 11:53
fyrir mjólkandi mæður
Nursing covers til að hlífa okkur hinum þegar þú gefur barninu brjóst... Frá Ameríku.
Hér erum við mjög frjálsleg með brjóstagjöf en það er ekki sama hvernig er með þetta farið að mínu áliti. Þessi hlíf er kannski full tepruleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2007 | 23:32
Kvenpersóna
hvaða kvenpersóna úr bókmenntunum ertu?
Ég er::: 8% of people had this result.
Þetta vita nú allir sem mig þekkja...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 09:31
Extras
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2007 | 20:24
Ég er svo sammála honum Val
og hef líka verið að spá í að blogga annars staðar vegna þessa.
af (fyrrum)síðunni hans:
12.1.2007 | 20:15
Trölli stað jólunum og stjórnmálamenn stálu blogginu.
Ekki finnst mér langt síðan bloggið hóf göngu sína hér á mbl.is. Þá var gaman. Þarna sá maður sýnishorn íslensku þjóðarinnar. Hægt og hægt fór að halla undan fæti og í því sem kallað var valið blogg fannst varla annað en þekktir stjórnmálamenn.
Forystumenn flokka sáu að auðvitað yrði rödd flokksins að heyrast og lausnin lá í augum uppi. Forystusauðir áttu að rita eitthvað gáfulegt daglega og hinn almenni flokksmaður átti að sjá um að fara inn á bloggið svo menn kæmust hátt á lista. Þannig var tryggt að rödd flokksins yrði alltaf vel sýnileg á mbl.is. Þetta hefur kostað það að við þessir almennu bloggarar höfum orðið undir og ekki átt möguleika. Mikið skelfing vildi ég óska að þeir á mbl.is tækju upp þann sið að velja tilviljunarkennt (random) hverjir birtast í völdu bloggi í stað þess að hampa endalaust þessum sömu. Á þennan hátt mundu lesendur síðunnar verða varir við að það kunna fleiri að skrifa, en þeir sem hafa þekkt andlit.
Ég hef nú beðið netdeild Moggans að eyða þessari bloggsíðu minni. Ég þakka því þeim sem hafa gerst vinir mínir á blogginu. Eins þakka ég þeim, sem nennt hafa að lesa og alveg sérstakar þakkir til þeirra, sem hafa glatt mig með því að segja að þetta hafi verið góð tilraun að reyna að halda blogginu á léttum nótum að mestu utan við pólitík.
Eins og þeir segja á enskunni. Over and out.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2007 | 15:24
spurning um stöðu sólar
Einhversstaðar las ég það að staða sólar skipti máli við getnað til að ákvarða kyn. Og mig minnir að ef að sæðið hafi farið í átt að sólinni eigi að koma út kvenkyn en annars karlkyn. En þetta átti reyndar við um nautgripi. En aldrei að vita nema húsaskipulagið á Selfossi hafi e-ð með þetta að gera???
![]() |
Mun fleiri drengir en stúlkur fæddust á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2007 | 22:33
Lego
hér hefur einhver búið til eftirmynd af kirkju, ...vá mann langar bara í lego. Fleiri myndir á hlekk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2007 | 11:23
200 kaloríur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 12:32
Breaking up
jæja þá er ég búin að dömpa honum, alveg komin með nóg bara. Hann gerði aldrei neitt fyrir mig og hugsaði bara um sjálfan sig og einhverja ,,merkilegri" en mig. Ég er búin að finna mér nýjan.
Farewell Kaupthing.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)