SM - Hausmynd

SM

Innflytjendur

Guðrún Ólafsdóttir langalangaamma mín er fædd í Eyjarfirði 14. janúar 1849. Hún átti 13 systkyni, en af þeim dóu a.m.k fimm á fyrsta ári. Hún var sett í fóstur. 25 ára gömul eignast hún barn, sem er langafi minn, með vinnumanni sem fósturforeldrar hennar meinuðu að giftast. Með öðrum manni eignast hún svo tvö börn. American

Árið 1883 fer hún til Vesturheims með tvö yngri börnin en skilur langafa eftir 9 ár gamlan. Hann varð svo bóndi og kaupmaður í Kolkuósi, Skagafirði. Guðrún fór alla leið til Seattle þar sem hún giftist íslendingi og urðu þau að talið er, kaupmenn. Þar eignaðist hún fjögur börn.

Ýmsar ástæður eru fyrir flutningum íslendinga vestur, fyrir aðeins um 120 árum, en aðstæður voru hér erfiðar. Í Ameríku skorti vinnuafl og þar stóð ódýrt landrými innflytjendum til boða. Eins fóru margir til Brasilíu.

Talið er að heildarfjöldi vesturfara hafi verið 15-20.000. - Sjá vef um vesturfarana.

Seattle 

1851 koma fyrstu Evrópubúarnir til Seattle en þá bjuggu þar indjánar.

1876 er The Scandinavian Immigration and Aid Society stofnað í Seattle en markmið þess var að hvetja Norðurlandabúa til að flytjast til Seattle.

Um 1880 búa um 3.500 manns þar.  

 bartellFyrsta apótekið 1890. Íbúar eru þá orðnir um 43.000.

1910 eru 1/3 íbúanna frá Norðurlöndunum sem stofnuðu samfélag í Ballard.

Saga Seattle.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

og ég til Kanada

Ólafur fannberg, 6.1.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband