14.1.2009 | 10:56
Fólki þóknanleg mótmæli?
Margir eyða miklu púðri í að agnúast úti stíl mótmælanna þó þetta fólk segist styðja mótmæli og bla bla.. Þetta heitir að rífast um keisarans skegg og er óþolandi í því Chernobyl ástandi sem hagkerfið er í, svo ég noti orð hagfræðings í Fréttablaðinu í dag. Margir virðast vilja einhver pen mótmæli, hvað er það? Jú kannski gætu hópur fólks sest niður á torgi með kaffi eða te og mótmælt? Ef það virkar, fint.
Mótmæli eru oftast óþægileg fyrir þann sem þau beinast gegn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Facebook
Athugasemdir
Skyldi mótmælendum líðast að mæta með garðstóla, borð og kaffibrúsa, setjast niður og fá sér pent kaffi þétt upp við dyr?
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 14.1.2009 kl. 12:09
þá væru þeir líklegast að ,,veitast'' að þingmönnum
SM, 14.1.2009 kl. 12:36
Já, ég skil, af því að þau væru með veitingar. Það er vandrataður meðalvegurinn. Heyrðu, kannski vantar meðal handa einhverjum.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 14.1.2009 kl. 13:41
já sem tekið er orally eða rectally?
SM, 14.1.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.