SM - Hausmynd

SM

Smá óþægindi fyrir þau sem settu okkur í gjaldþrot

motmaeli_005.jpg motmaeli_003_770239.jpg Heyrði á tal fréttakonu þarna sem fannst óþægilegt að sprengdir voru kínverjar þarna, sagðist vera að reyna að vinna sína vinnu og fannst þetta vanvirðing við sig... Hún ætti að vera fréttamaður á Gaza eða einhverstaðar. Kannski eru ísl. fréttamenn bara bestir í Séð og heyrt fréttum eða Innlit/útlit þáttum fyrst að þetta er svona óþægileg vinna.

Nú um stundir virðist það sem fréttnæmt er of óþægilegt fyrir ísl.fjölmiðla.


mbl.is Tveir mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta kannski "fréttakona" af dægurmálaþættinum á Rás 2 sem fannst mótmælin óþægileg?

Kolla (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Algjör ljóska! Merkilegt að fréttamenn séu farnir að taka mótmælunum persónulega. Það skýrir kannski umfjöllunina. Kannski þægilegra fyrir hana að mótmælendur taki númer.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 13.1.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: SM

já spurning að mótmælin séu penari á einhvern hátt svo þetta sé þægilegra fyrir alla.

SM, 13.1.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

2 handteknir fyrir eignarspjöll á eftirlitsmyndavél (gott og vel er rétt reynist)

0 handteknir fyrir að ræna heila þjóð framtíð sinni og stinga ágoðanum í vasann (óráðsvíkingar).

0 handteknir fyrir að búa til kerfið þar sem 0 hafa verið handteknir fyrir að ræna heila þjóð framtíð sinni og stinga ágoðanum í vasann (ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks sl. 17 ár).

Spuring hvernig fólk getur sætt sig við svona "réttlæti".

Þór Jóhannesson, 13.1.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: SM

fólk virðist bara sætta sig við þetta allt...eyðir svo púðri í að nöldra yfir stíl þessara eða hinna mótmælanna.

SM, 14.1.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband