13.1.2009 | 12:15
Smá óþægindi fyrir þau sem settu okkur í gjaldþrot
Heyrði á tal fréttakonu þarna sem fannst óþægilegt að sprengdir voru kínverjar þarna, sagðist vera að reyna að vinna sína vinnu og fannst þetta vanvirðing við sig... Hún ætti að vera fréttamaður á Gaza eða einhverstaðar. Kannski eru ísl. fréttamenn bara bestir í Séð og heyrt fréttum eða Innlit/útlit þáttum fyrst að þetta er svona óþægileg vinna.
Nú um stundir virðist það sem fréttnæmt er of óþægilegt fyrir ísl.fjölmiðla.
Tveir mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var þetta kannski "fréttakona" af dægurmálaþættinum á Rás 2 sem fannst mótmælin óþægileg?
Kolla (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:34
Algjör ljóska! Merkilegt að fréttamenn séu farnir að taka mótmælunum persónulega. Það skýrir kannski umfjöllunina. Kannski þægilegra fyrir hana að mótmælendur taki númer.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 13.1.2009 kl. 13:09
já spurning að mótmælin séu penari á einhvern hátt svo þetta sé þægilegra fyrir alla.
SM, 13.1.2009 kl. 13:18
2 handteknir fyrir eignarspjöll á eftirlitsmyndavél (gott og vel er rétt reynist)
0 handteknir fyrir að ræna heila þjóð framtíð sinni og stinga ágoðanum í vasann (óráðsvíkingar).
0 handteknir fyrir að búa til kerfið þar sem 0 hafa verið handteknir fyrir að ræna heila þjóð framtíð sinni og stinga ágoðanum í vasann (ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks sl. 17 ár).
Spuring hvernig fólk getur sætt sig við svona "réttlæti".
Þór Jóhannesson, 13.1.2009 kl. 23:07
fólk virðist bara sætta sig við þetta allt...eyðir svo púðri í að nöldra yfir stíl þessara eða hinna mótmælanna.
SM, 14.1.2009 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.