7.1.2009 | 09:39
Mótmæli kl.13 í dag
Landsbankamótmæli og stuðningsaðgerð
Tvöföld aðgerð þann 7. jan. kl 13. Spillingu innan Landsbankans mótmælt og um leið stuðningsyfirlýsing við aðgerðasinna.
Söfnumst saman fyrir utan Landsbankann í Austurstræti og fylgjumst með táknrænum gjörningi. Tökum með verkfæri til að framkalla hávaða.
Stuðningsmenn aðgerðasinna, jafnvel þótt þeir geti ekki tekið þátt í beinum aðgerðum, ættu að nota tækifærið í þessari vægu aðgerð til að sýna stuðning við þá sem beita borgaralegri óhlýðni, með því að nota lambhússhettur eða bera klúta fyrir andliti.
Athugasemdir
Þetta voru frábær og vel hepnuð mótmæli hjá ykkur. Takk kærlega fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 21:10
takk, gott að taka þátt, eina í stöðunni til að verða ekki galin.
SM, 7.1.2009 kl. 22:29
Ég komst ekki vegna veikinda en mér fannst þetta mjög flott hjá ykkur.
Vonandi hittumst við á Austurvelli á laugardaginn kémur.
Heidi Strand, 9.1.2009 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.