11.11.2008 | 12:32
Lyfjakostnaður
Af hverju lyf hér að vera svona kyrfilega innpökkuð? Er það til að hækka kostnaðinn? Í Ameríku keypti ég lyf og fékk 4 mánaða skammt í einu glasi, hér fæ ég 2 mánuði af sama lyfi í tveimur pökkum. Þetta hlýtur að vera dýrara, eins er þetta líka bara verra fyrir umhverfið og meira vesen að opna.
Talaði við stelpu í USA sem vann fyrir lyfjafyrirtæki og hún sagði stolt frá því hvernig hún gat talað fyrirtækið inná minni umbúðir vegna umhverfisástæðna, en fyrirtækið vildi sem stærstar umbúðir svo varan tæki meira pláss í hillunum og vekti þar af leiðandi meiri athygli kúnnanna. Glösin eru þá bara hálffull.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.