SM - Hausmynd

SM

að ögra sjálfri sér

Fór í gær á ráðstefnurnar á vegum Nýsköpunarsjóðs sem var haldin í tilefni af tíu ára afmæli Brautargengis, námskeiðs fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og reka fyrirtæki. Þau erindi sem ég hlustaði á voru mjög fín:

  • Ávarp - Berglind Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Impru
  • Fjármögnun fyrirtækja - Hafdís Jónsdóttir, Word Class
  • Að nema lönd - Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Landnámssetur Íslands
  • Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær - Ásdís Guðmundsdóttir, Vinnumálastofnun
  • Ný og ögrandi kona - Bjargey Aðalsteinsdóttir, íþróttafræðingur
  • Heilsuefling kvenna - Bára Sigurjónsdóttir, Lýðheilsustöð

Sérstaklega fannst mér flott það sem hún Bjargey íþróttafræðingur hafði fram að færa en hún lét alla standa upp og boxa og gera æfingar, og talaði um að ögra sjálfum sér a.m.k. 2 í viku; gera eitthvað nýtt og spennandi til að halda sér lifandi og ferskum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Komin heim í heiðardalinn! Gangi þér allt í haginn.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 21.9.2008 kl. 02:20

2 Smámynd: SM

takk, sömuleiðis

SM, 22.9.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband