13.7.2008 | 19:56
Helgin
so far. Keyrði niður til Charleston, SC, á föstudag og labbað þar um. Er annað sinn sem ég fer þangað, er mjög sjarmerandi bær. Gisti svo hjá couchsurfer(þá gistir maður frítt hjá fólki) og gekk það vel. Annars borðaði ég á ,,ítölskum'' veitingastað þarna í miðbænum og var það ein versta máltíð sem ég hef fengið, heimamenn þekkja þennan stað af illu en þessi staður trekkir túrista sem vita ekki betur. Ég sé eftir þeim pening og að hafa ekki neitað að borga...
Stoppaði á leiðinni heim hjá Plantekru safni, Hampton Plantation. Það var að loka en mér var sagt að þar hafi verið hrísgjrónaræktun frá um 1700 og þarna ,,unnu'' um 700 þrælar. - Mynd af herrasetrinu.
Kom svo heim í gærkvöldi, og í morgun fór ég á ströndina hér í Wilmington; Wrightsville beach. Tók þetta video þar.
Athugasemdir
Fróðleg saga Hampton hússins - ef e-ð minnir á þetta hús hér á landi, þá er það Fríkirkjuvegur 11 ;)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.7.2008 kl. 20:50
Álpaðist einmitt inn á illræmdan ítalskan stað í DC án þess að vita það. Þegar ég fór varaði ég fólk við sem ég mætti neðan við tröppurnar þegar ég fór. Tók ekkert eftir því að við dyrnar hékk skilti frá yfirvöldum sem tilkynntu að þetta fyrirtæki væri undir sérstöku eftirliti borgarlögreglunnar. Komst að því á hótelinu að staðurinn væri grunaður um peningaþvætti. Ég hefði getað sagt mér það strax að ekki var allt með felldu því innandyra hljómaði flamenco tónlist og þjónarnir töluðu bengali. Já, Sylvía, svona er nú að lifa á ystu nöf.
Ætla að eiga þessa athugasemd mína til góða fyrir eigið blogg næst þegar ég vitja "the scene of the crime".
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 13.7.2008 kl. 22:36
einmit Ólöf, það er peningaþvætti sem manni dettur í hug með svona staði, mér kæmi ekki á óvart ef að maturinn væri upphitaður pakkamatur úr dollarabúðinni.
SM, 13.7.2008 kl. 22:45
Þessi staður hafði verið staðinn að því að kaupa Príngöls í búðinni á móti, setja tómatsósu á milli tveggja flaga, dýfa þeim í deig og djúpsteikja. Voila! Djúpsteikt ravíoli!
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 13.7.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.