22.5.2008 | 12:06
vinnuþrælar Ameríku vilja hingað
fólk hér í USA á ekki orð yfir það sem maður segir þeim um velferðarkerfið og vinnutíma á Íslandi, það er svo gjörólíkt því ameríska. Hér á spítalanum fær fólk 1 viku í sumarfrí , en það má aðeins vera frá störfum í viku. Yfir árið fær það c. 26 daga í heildarfrí(allir opinberir frídagar og veikindadagar eru innifaldir í því).
Ég ræddi við konu í gær sem var alvarlega að spá í að flytjast til Evrópu jafnvel Íslands, þar sem hún gæti haft betri vinnutíma og átt meira frí, eins þar sem hún þyrfti ekki að óttast heilbrigðiskerfið. Ég prentaði út fyrir hana það sem Alþjóðahúsið segir um innflytjendareglur...já hver veit kannski fara ameríkanar að streyma hingað...
Overworked and Underpaid
Ættu allir að flytja til Íslands? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Athugasemdir
´
Hjartans Sylvía mín. Ég þekki þó nokkurn fjölda Ameríkana sem reyndu að flytjast til Íslands, þar á meðal nokkrar konur sem giftust Íslendingum. Langflestir Kanarnir gáfust upp og fluttu burt, annað hvort með karlpeninginn með sér eða skildu vegna óánægju.
Ameríkanar geta einfaldlega ekki lært erlend tungumál (nema ítalsk-, rússnensk- pólsk, kínversk- o.s.frv., ættaðir og lærðu tungumálið af mömmu og ömmu sinni í Ameríku. Ég er ekki með fordóma, en Kaninn er einfaldlega svona. Svo þola þeir ekki mat nema að hann sé amerískur. Þá er ég ekki bara að tala um hamborgara. Það þurfa að vera amerískir hamborgarar með hormónunum sínum. Ég veit að Kaninn myndi vilja sleikja smjörið og hunangið sem drýpur hér af hverju strái, en þeir þola alls ekki veðráttuna, og hafa alltaf átt erfitt með að falla inní fjöldann. Líklega er það tungumálið og annað sálarfar sem Íslendingar hafa. Blessuðum Kananum hefur alltaf þótt í heimsfrægri einfeldni sinni svo sjálfsagt að allir íbúar heimsins skilji og tali Ensk-Amerísku, eins og er í bíómyndunum. Í Star-Wars myndunum töluðu geimverurnar flotta ensku og stríðsmyndum töluðu allir Nazistarnir, Rússarnir, Kínverjarnir, Víet-Namarnir o.s.frv., þessa líka fínu amerísk-ensku, og kaninn trúir þessu!! Kanninn er ekki vont fólk, þeir eru bara svo einfaldir og trúgjarnir. Sjáðu bara hvað þeir kusu yfir sig!!! G.W.Bush, Dick Cheney, Donald Rumsfeld, Kondomlessu Ræs o.s.frv.
Af hverju heldur þú að hermenn af báðum kynjum og fjöslkyldufólk sem var staðsett á hersvæðinu á Miðnesheiði hjá Keflavíkurflugvelli, hafi ekki einhverjir orðið eftir á Íslandi, eða komið seinna til að flytjast búferlum hingað, fyrst þeir fengu að kynnast því hve dásamlegt það var að búa á Íslandi? Nei, nei. Þeir þoldu ekki veðráttuna, þessa björtu miðnætursól á sumrin og skammdegið á veturna. - Og maturinn fyrir Kanann á vellinum var fluttur inn frá BNA!! Þeir vildu ekki borða íslenskt - þeim fannst íslenski maturinn einfaldlega vondur.
Þar að auki, ættu þeir erfitt með að tolla í vinnu hér, því Kaninn - nema þeir sem gera það virkilega gott og vilja vera heima hjá sér í BNA - eru latir og hysknir til vinnu. - Gott fólk en latt til vinnu. Ef verktakafyrirtæki ætti að velja á milli Ameríkana eða Pólverja t.a.m., þá er ekki spurning, hann myndi taka Pólverjann.
Svo er Kaninn sérfræðingur í að kvarta og kveina eins og þeir væru VG eða Femínistar eða bæði.
Kær kveðja,
Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 22.5.2008 kl. 13:43
thad er eflaust rett, ekki margir amerikanar sem hafa ilengst a Isalndi. Annars er eg nu ekki godur ,,innflytjandi'' her i USA, tholi ekki matinn og gagnryni allt kerfid herna...
SM, 22.5.2008 kl. 16:49
´
Sylvía. Mér fannst pistillinn þinn góður. Ekki held ég að Vinstri Grænir, Femínistar og Verkalýðshreyfingin myndu samþykkja það sem þú skrifar um fyrirheitna landið Ísland, sem mér þykir svo vænt um. Þetta lið sem ég minntist á sjá 1) auðvald sem arðrænir verkalýðinn og mergsýgur hann ásamt ofbeldismönnum sem vilja eyðileggja íslenska náttúru með allskonar framþóunar framkvæmdum í stað þess að prjóna lopapeysur og tína fjallagrös, 2) nauðgara, kvennakúgara og barnaníðinga í hverju horni í þessu landi og síðast en ekki síst 3) Verkalýðs forystan með sömu gleraugum og VG, sjá arðræningja í hverju horni.
Hvað segir þú um að skreppa yfir á klakann og fá soðna nýja ýsu með bræddu smöri (eða hamsatólg) og soðnum karöflum???
Heima á klakanum er best, kær kveðja,
Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 22.5.2008 kl. 20:20
Ábending til Björns Bónda:farðu nú og fáðu þér framtönn,hálf tuskuleg mynd af þér þarna sauðurinn þinn.
jensen (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.