SM - Hausmynd

SM

Gósenlandið Ameríka

m_11bb9d940cf4db8c9b01adbc047a05cfÉg er að læra meira og meira inná þetta heilbrigðiskerfi hérna í USA, maður fékk góða innsýn í heimildarmynd Michael Moore, Sicko, og við að vinna á spítalanum en samt er þetta allt eitthvað svo ótrúlegt, svo ólíkt okkar kerfi...enn sem komið er...sem betur fer. 

Hér eru þrjú dæmi sem ég hef heyrt af hér frá fólkinu sjálfu(NB þetta eru ekki sjúklingar á spítalanum, heldur fólk sem ég hitti hér):

- Ung kona þarf að fara í ennisholuaðgerð(sinus) og hún er með tryggingu, allt í góðu, nema hvað eftir aðgerðina, sem tryggingarfélaaið hafði samþykkt, fær hún bréf þar sem þeir segjast ekki geta borgað þetta því þetta hafi verið pre-existing condition(vinsæl afsökun til að borga ekki)...Hún skuldar því nú 12.000$ eða um 900.000 kr.

- Maður er lagður inn vegna hjartaáfalls, hann er ekki með tryggingu, því hann var að skipta um vinnu, og tryggingin hefst ekki fyrr en eftir 90 daga á nýjum stað. Hann á von á reikningi uppá um 100.000$, um 7 milljónir kr. fyrir c.viku sjúkrahúslegu.

- Kona eignast barn, hún er með tryggingu en af því að barnið var tekið með keisara þá greiðir tryggingin ekki slíkan kostnað, því það er ekki eðlileg fæðing, hún hefur þegar fengið reiknig uppá 2.500$, um 180.000 kr., en á von á meiru. Hún fékk líka 10 vikna fæðingarorlof, en slíkt er normið hér(reyndar voru 2 af þessum vikum gjöf frá samstarfsfélögum sem gáfu henni frídagana sína en slíkt viðgengst hér).

Þetta er allt eftir þessu, þetta er alveg ömurlegt, enda missir fólk aleiguna ef það veikist og er einhvernveginn á milli kerfa...en þannig er þetta líka allt sett upp, bara peningamaskína. Guð forði íslendingum frá því að glepjast af þessu kerfi ameríkananna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Sennilega ódýrara fyrir þig að fljúga heim til að hitta lækni.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Anna Guðný

Já, úff. Ég veit alveg að það er ekki allt í góðu hér heima en ja hérna. Held ég haldi mig samt bara hér.

Anna Guðný , 21.5.2008 kl. 22:49

3 Smámynd: Anna Guðný

Var að hugsa, er þetta yfir allt landið eða eru misjafnar reglur á milli fylkja?

Anna Guðný , 21.5.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: SM

þetta á við um landið almennt held ég. Ens heyrir maður af fólki sem einfaldlega fer ekki til læknis því það er ótryggt og hefur ekki efni á læknisaðstoð, það harkar bara af sér...þangað til allt er komið í kalda kol.

SM, 21.5.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband