5.11.2006 | 13:22
Firring II
Viðbjóður vikunnar. Fólk verður að sjá þetta atriði, er um miðbik þáttarins.
"Innlit útlit hefur skapað sér sess sem vandaðasti hönnunar og lífsstíls þáttur þjóðarinnar. Vönduð nálgun á viðfangsefninu, skemmtilegar aðferðir við framsetningu myndefnis og svo áhugavert tónlistarval hefur vakið mikla athygli áhorfenda þáttarins. Upplifunin myndar heild sem svíkur engan og allir sem hafa áhuga á heimilinu, lífinu og umhverfi sínu ættu ekki að láta Innlit útlit framhjá sér fara. Nadia, Þórunn og Arnar Gauti leiða áhorfendur í allan sannleika um það nýjasta í hönnun, praktískar lausnir á öllu sem við kemur heimilinu og kynna áhorfendur fyrir bráðskemmtilegu og skapandi fólki. Innlit útlit er án efa þáttur sem enginn má láta fram hjá sér fara."
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:24 | Facebook
Athugasemdir
Ekki það að ég sé að rengja þig, en ég gáði í þáttinn en fann ekkert sem ég upplifði sem firringu. Nákvæmlega HVAÐ er viðbjóður vikunnar?
Jónas Sen, 5.11.2006 kl. 22:28
Þeir voru barnalegir og virtust úr tengslum við raunveruleikann að mínu mati. Firring er það að fjarlægjast e-ð. Þeir notuðu óspart orðið viðbjóður og því nota ég það hér.
SM, 6.11.2006 kl. 10:09
Ó það! Já, ég sá þetta. Reyndar hneykslaðist einhver á þessu í blaðagrein fyrir nokkrum dögum. Óneitanlega ósmekklegt gagnvart fyrri eigendum íbúðarinnar...
Jónas Sen, 6.11.2006 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.