30.4.2008 | 12:00
á gamla landinu góða
Er heima núna í nokkra daga og það er svo notalegt. Gott að fá frí frá Suðurríkjunum og koma hér og fá góðan mat og íslenskt viðmót.
Maður tekur strax eftir ýmsum atriðum hér sem hafa breyst eða eru öðruvísi en úti t.d. því hversu margir útlendingar eru hér komnir, og flottræfilshættinum á íslendingum, en þar sem ég bý nú í USA eru flestir fekar laid back og án allrar sýniþarfar eða metingsþarfar og er það ágætt. Hér er mikil samkeppnisandi um að lúkka vel á alla vegu(ég er nú ekki að segja að ég sé sjálf laus við það).
Eins er birtan svo skerandi hér, sólarljósið er svo hvítt, en úti er það meira einsog gult. Ég var komin með höfuðverk hér í gær af sólinni sem skein inn en svo vill fólk aldrei draga fyrir, má ekki blokkera sólina...
Eins tekur maður eftir því hversu miklu alþjóðlegri við erum heldur en Bandaríkjamenn, hér eru fréttir allstaðar að úr heiminum og tónlist í útvarpinu allstaðar að, en í Ameríku þar sem ég er eru nær eingöngu amerískar fréttir, amerískir sjónvarpsþættir og bíómyndir. Nánast einsog það séu samantekin ráð að sýna bara það sem amerískt er og restin af heiminum skiptir ekki máli. Enda vill loða við þá að þeir séu þröngsýnir.
Athugasemdir
Tekurðu ekki með þér myndir til baka og heldur bíókvöld?
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 30.4.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.