17.10.2006 | 15:33
Dýr í útrýmingarhættu
Merkilegt að sjá þáttinn Dýravini á Skjá einum í síðustu viku þar sem Össur Skarphéðinsson(sjá atriði í blálokin) flaggaði hróðugur ýmsum dýrapörtum á sínu heimili, sem ég gat ekki betur séð en væru á lista CITES um dýr í útrýmingarhættu, t.d. Hvítahákarlshauskúpu, ísbjarnarskinni og skógarbjarnarskinni. Kannski hefur hann leyfi en ég held að fólk sé ekki nógu meðvitað um að þetta er bannað að kaupa. Eins skilst mér að skinn ýmissa dýra í útrýmingarhættu séu seld hér á landi í úrum ofl..
"CITES (the Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora) er samningur um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Markmið samningsins er að vernda tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu með því að stjórna alþjóðlegum viðskiptum með þær. Samningurinn gildir um verslun með tegundir eða afurðir um 5.000 dýrategunda og 25.000 plöntutegunda.
Þeir sem hyggjast flytja inn eða út tegundir eða afurðir tegunda sem tilgreindar eru í viðaukum reglugerðar, þurfa að sækja um CITES-leyfi hjá Umhverfisstofnun. Sækja þarf um slík leyfi fyrir alla alþjóðlega verslun svo sem inn- og útflutning heildsala, einkaaðila og einnig fyrir flesta minjagripi úr afurðum þeirra tegunda sem ofangreind reglugerð tekur til. Héðan í frá þarf því t.d. leyfi fyrir innflutningi minjagripa úr fílabeini, hvalbeini, rostungstönnum og ýmsum náttúrulyfjum sem innihalda afurðir CITES tegunda."(af UST.is )
Heimilað að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:54 | Facebook
Athugasemdir
sumir ættu bara að búa í helli
SM, 19.10.2006 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.