4.2.2008 | 00:14
orsök og afleiðing
Við erum að lesa ansi góða bók saman í chaplaincy prógramminu; Generation to generation(hægt að lesa hér) . Hún byggir á Family therapy og þarna er ansi margt sem meikar sense(já ég sletti). Ein aðal kenningin í family therapy er sú að líta ekki á einstaklinginn sem eyland heldur erum við alltaf hluti af fjölskyldu okkar, og ef einn fjölskyldumeðlimur á við vandamál að stríða t.d. alkóhólisma eða pissar í rúmið, þá er það ekki hans perónulega vandamál heldur aðeins einkenni um vandamál í fjölskyldunni allri, sem vill svo til að birtist í þessum einstaklingi. Því þarf að taka alla fjölskylduna fyrir og oft er nóg að tala bara við einn úr fjölskyldunni sem er einna helstur til að geta breytt fjölskyldumynstrinu. Þannig er að þegar fjölskylda sem annars virkar ´perfect´, hefur svartan sauð sín á meðal þá er það til merkis um sjúkleika þeirrar fjölskyldu. Er sama hugmynd og um líkamann, ef ég missi hárið er það ekki hárinu að kenna heldur er eitthvað annað að annarstaðar sem tekur á sig þessa birtingarmynd.
Mjög áhugaverð kenning og þarna er margt annað, t.d. um vandamál hjóna eða á vinnustöðum og ráð við slíku. Er of langt að telja það allt upp en það sem mér finnst flott er t.d. það að ef hjón deila og annar aðilinn, oftast, vill breytingar þá þýðir ekkert að segja hinum að breytast(! einhverjir kannski áttað sig á því) heldur þarf maður sjálfur að self differentiate, aðgreina sig frá hinum eða gera bara eitthvað fyrir sjálfan sig, og það er eina leiðin til að fá fram breytingu því allt kerfið þarf að breytast. Hinn breytist aldrei nema þú breytist og þú þarft að láta einsog þér sé sama um hvað hinn er að gera. Jæja þetta þarf frekari útskýringa við eflaust, en mjög sniðugt. Sömu lögmál gilda um vinnustaði, málið er að vera sáttur í eigin skinni og verða ekki að klessu með öðrum, eða of háður öðrum.
Annað sem er athyglisvert er systkynaröðin og hvernig hún hefur áhrif á samskipti innan fjölskyldna og við maka. T.d. ná foreldrar betur saman við börn sem eru í sömu systkynaröð og þeir sjálfir. Þannig að ef faðirinn er yngsta barn nær hann best saman við sitt yngsta barn. Þetta er kenningin allavega.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 03:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.