SM - Hausmynd

SM

Níðstöng

Í sögu Egils Skalla-Grímssonar er frá því greint, að Egill reisti níðstöng í Noregi til þess að rugla landvættir í ríminu og koma þeim til þess að hrekja Eirík konung blóðöx og Gunnhildi drottningu frá völdum í Noregi, en þau höfðu brotið rétt á Agli. Í sögunni stendur svo:

… gekk Egill upp í eyna. Hann tók í hönd sér heslistöng og gekk á bergsnös nokkra, þá er vissi til lands inn; þá tók hann hrosshöfuð og setti upp á stöngina. Síðan veitti hann formála og mælti svo: „Hér set eg upp níðstöng, og sný eg þessu níði á hönd Eiríki konungi og Gunnhildi drottningu,“ - hann sneri hrosshöfðinu inn á land, – „sný eg þessu níði á landvættir þær, er land þetta byggva, svo að allar fari þær villar vega, engin hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Eirík konung og Gunnhildi úr landi.“ Síðan skýtur hann stönginni niður í bjargrifu og lét þar standa; hann sneri og höfðinu inn á land, en hann reist rúnar á stönginni, og segja þær formála þennan allan. Eftir það gekk Egill á skip.

Egill sigldi til Íslands, en Eiríkur og Gunnhildur hrökkluðust frá völdum.

héðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband