2.12.2007 | 13:27
Spaceship earth
fór að sjá aðra heimildarmynd í gærkvöldi í Django´s playhouse, sem er lítið bíóhús hér í bæ. Sáum Dr´s Bronners Magic Soapbox. Sápa þessi er víst víðkunn hér og vinsæl í heilsubúðum enda hægt að nota í allt og er umhverfisvæn.
Framleiðandinn Dr.Brenner, var innflytjandi frá Þýskalandi og ansi spes karakter, hann vildi sameina mannkyn og mottó hans var All-One-God-Faith. Merkimiðarnir á sápunni eru fullir af trúarhugmyndum hans.
Það sem er svo frábært að öll framleiðslan er umhverfisvæn einsog mögulegt er og launamunurinn í fyrirtækinu er aðeins fimmfaldur á þeim ´hæsta´og ´lægsta´. Og mikið fer í líknarfélög.
Þetta var skemmtileg mynd og mig langar að prófa þessa sápu.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Athugasemdir
Einhverra hluta vegna kemur Kurt heitinn Vonnegut upp í hugann...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 2.12.2007 kl. 13:36
SM, 2.12.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.