27.11.2007 | 21:39
Fyrsta lota búin
þá er fyrstu önn af CPE lokið. Dagurinn í dag fór í það að hópurinn sat og hlustaði á hvern og einn lesa upp sínar hugleiðingar um prógrammið, sjálfan sig í þessu chaplain hlutverki sem og segja álit sitt á öllum öðrum í hópnum. Það gekk nú bara vel miðað við margt sem á undan hefur gengið. Þannig að núna framundan er bara vinna og engir tímar fram yfir áramót.
Í hádeginu fórum við útað borða og fengum í forrétt steikta græna tómata. Þeir eru bara nokkuð góðir.
Eftir þetta fórum við nokkur niður á strönd og tíndum skeljar og bleyttum fæturnar. Sjórinn er frekar kaldur en þarna voru margir brimbrettakrakkar í öldunum sem eru frekar litlar. Í dag var heitt, örugglega um 20 stig. Skilst að annað sé uppá teningnum heima...
Svo er bara jólafríið mitt að nálgast...jej!
Flokkur: Wilmington | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.