18.9.2006 | 10:01
Skiptinemar
Eitt það besta sem fyrir mig hefur komið var að fara sem skiptinemi á vegum AFS 1991 til Chile. Svona langdvöl í annari heimsálfu, sérstaklega S-Ameríku þar sem menningin er svo ólík okkar, er mjög góð til að auka víðsýni og skilning á kjörum annara. Flestir sem fara svona sérstaklega þeir sem fara á ólíkar slóðir tala um breytt gildismat eftir dvölina. Við á Vesturlöndum búum við mikil forréttindi og þau eru ekki sjálfsögð, gott að átta sig á því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.