SM - Hausmynd

SM

Sigur!

nhrmcyes spítalinn er að fara að endurvinna. Það á að setja upp endurvinnslutunnur fyrir pappír og flöskur ofl.. Hingað til hefur ekkert slíkt verið gert hér, en ég(yours truly) kom þessu af stað. Ég hef haft endurvinnslupoka fyrir flöskur og dósir í okkar deild og koma því á framfæri við yfimennina í sumar að spítalinn þyrfti að endurvinna og nú 1.des. ætla þeir loksins af stað.

YES! Litli maðurinn getur áorkað ýmsu. (Kannski var þetta ekki bara mín hugmynd eða mín vegna þannig lagað, en samt...skemmtilegt).

Mér blöskrar svo hvernig fólk bara hendir öllu hér, og virðist alveg sama, meira segja vinnufélögunum finnst ég skrítin að vilja endurvinna og virðist vera svo sama. En heimili hér endurvinna mikið, það er mín reynsla, en svo stór vinnustaður sem spítalinn ætti að endurvinna þó ekki nema væri pappír...svo er allur matur þar í frauðplast bökkum og öll áhöld úr plasti...arg. Það er næst á dagskrá, að fá venjuleg borðáhöld og líka ætan mat...hollan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!!! Ég endurvinni í 6 flokka hér heima . Pappír, gler , plastumbúðir, gosdósir, batterí og fernur.:)

Ragnheiður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ætli endurvinnslutregðan stafi af því að það er ekki skortur á landrými í USA til að urða sorp? Sá frétt í gær um að Hong Kong sé að drukkna og nú sé yrkjað metangas úr sorphaugunum og selt til heimilisnota. Hefði viljað heyra hvað gert sé til að ná niður haugunum.

Eftir að ég flutti í blokk finnst mér erfiðara að hafa hemil á sorpinu. T.d. hætti ég að safna mjólkurfernum. Ég hef ekki pláss til að geyma þetta milli ferða í endurvinnslu. Þó er ég farin að gera mikið af því að skoða fríblöðin á netinu í staðinn. Blöðin koma eftir sem áður jafnmörg í húsið og stundum þyrmir yfir mig þegar ég sé fjölpóstshrúguna við útidyrnar. Þó henni sé fleygt daglega er næsti dagur alltaf eins og "Ground hog day".

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 17.11.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband