12.11.2007 | 21:48
Amexicano
Afrekaði það að fara á eina mynd á kvikmyndahátíðinni, Amexicano heitir hún, sem er leikin og fjallar um ólöglega innflytjendur hér, frá Mexíkó. Ansi góð mynd og ég hef sérstakan áhuga á þessu málefni m.a. vegna þess að spítalinn fær þónokkuð af ólöglegum innflytjendum til sín. Þau eru þá vanalega aldrei með skilríki og oftast ansi uggandi um sína stöðu. En spítalinn má ekki láta lögregluna vita af þeim samkvæmt lögum, en það gerist þó stundum hér í Ameríku. Ólöglegu innflytjendurnir eru þá án tryggingar og spítalinn borgar þá allan kostnað. Mér finnst það frábært af annars mjög svo ömurlegu heilbrigðiskerfi, en það er líka mjög óréttlátt gagnvart ameríkönum sem þurfa að borga allt í botn.
En ansi góð mynd sem gefur innsýn í líf þessa fólks og hvað það þarf að ganga í gegnum oft á tíðum.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: USA | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.