SM - Hausmynd

SM

eyrir ekkjunnar - fórn til einskis?

christensen_-_widows_mite_theá morgun sunnudag er texti dagsins úr Markúsi 12.41-44, Eyrir ekkjunnar.

Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði. Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: "Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna. Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína."

Vanalega er þessi texti túlkaður sem svo að Jesús sé að hrósa ekkjunni fyrir trú hennar og traust á Guði með því að hún gefur sinn síðasta eyri í söfnunarbaukinn. Sjálf hélt ég að sá væri boðskapurinn.

Ég las aðra túlkun nú í vikunni, á Visions of giving, sem mér finnst eiga miklu betur við og hún er sú að Jesú sé að fordæma það trúarkerfi sem lætur fátæka ekkju gefa allt sitt.

Her contribution was totally misguided, thanks to the encouragement of official religion, but the final irony of it all was that it was also a waste.

Þessi nýja túlkun segir að frásöguna verði að lesa í samhengi við það sem Jesús segir rétt áður um fræðimennina í Mk. 38-40: Í kenningu sinni sagði hann: "Varist fræðimennina, sem fýsir að ganga í síðskikkjum og láta heilsa sér á torgum, vilja skipa æðsta bekk í samkundum og hefðarsæti í veislum. Þeir eta upp heimili ekkna og flytja langar bænir að yfirskini. Þeir munu fá því þyngri dóm."

Eins í samhengi við það sem hann segir því næst um musterið, Mk13.1-2: Þegar Jesús gekk út úr helgidóminum, segir einn lærisveina hans við hann: "Meistari, lít á, hvílíkir steinar, hvílíkar byggingar!" Jesús svaraði honum: "Sérðu þessar miklu byggingar? Ekki mun eftir látinn steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn."

 

Markús 12.38-13.2 er því heild: 

-12.38Í kenningu sinni sagði hann: "Varist fræðimennina, sem fýsir að ganga í síðskikkjum og láta heilsa sér á torgum, 39vilja skipa æðsta bekk í samkundum og hefðarsæti í veislum. 40Þeir eta upp heimili ekkna og flytja langar bænir að yfirskini. Þeir munu fá því þyngri dóm." 41Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. 42Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði. 43Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: "Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna. 44Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína." -13.1Þegar Jesús gekk út úr helgidóminum, segir einn lærisveina hans við hann: "Meistari, lít á, hvílíkir steinar, hvílíkar byggingar!" 2Jesús svaraði honum: "Sérðu þessar miklu byggingar? Ekki mun eftir látinn steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn."

Mér finnst þetta miklu betri túlkun helkdur en sú hefðbundna, enda held ég að Guð sé ekki á eftir peningunum okkar, heldur hjarta okkar. ,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir.`(Mt.913)

Takið eftir þessu þegar þið farið öll í messu á morgun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Athyglisverð túlkun, og eins og þú bendir á, miklu rökréttari en sú viðtekna, þegar búið er að setja hana í samhengi við textann sem kemur á undan og eftir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sammála...mér finnst þetta afar umhugsunarvert! Takk fyrir þetta Sylvía

Sunna Dóra Möller, 10.11.2007 kl. 16:24

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Þessi útlegging vék ekki úr huga mér þegar ég hlustaði á predikun í morgun um fátæku ekkjuna.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 11.11.2007 kl. 22:41

4 Smámynd: SM

gott, var thetta tha hefdbundin utlegging sem thu heyrdir i dag?

SM, 12.11.2007 kl. 01:06

5 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég beið sem á nálum en í útleggingu textans var hér ekki lagt beint mat á það hvort hún ætti hrós skilið eður ei. Þessi partur predikunarinnar var meira eins og endursögn textans og eitthvað á þá leið að við erum alltaf af gefa og þó við stundum lítið. Lítið meira um það að segja. Ég var að vonast eftir smá byltingu!

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 12.11.2007 kl. 10:38

6 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Leiðrétting:

"...við erum alltaf af gefa þó við eigum stundum lítið. "

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 12.11.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband