SM - Hausmynd

SM

ekki belja, heldur kyr

mer finnst belja ljott ord og held ad flestir sem umgangast thessi dyr kalli thau kyr.
mbl.is Belja féll af himnum ofan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er með þér, kýr á það að vera

Sporðdrekinn, 8.11.2007 kl. 15:28

2 identicon

Ég hugsa að hann hafi skrifað belja vegna þess að hann veit ekki hvernig á að beygja orðið kýr. Það eru alltaf sömu vitleysingarnir sem skrifa þessar fréttir.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:44

3 Smámynd: SM

ja eins finnst mer ekkert fyndid vid thessa frett einsog sumum virdist finnast...

SM, 8.11.2007 kl. 17:29

4 Smámynd: ViceRoy

En kvenhvalir eru kýr og afkvæmi þeirra eru kálfar... sama á við um einhverjar fleiri skepnur, en engin af þeim eru beljur þannig að.

ViceRoy, 8.11.2007 kl. 23:47

5 Smámynd: Svartinaggur

Gunnhildur, mig langar að benda þér á síðasta orðið í fyrstu málsgrein þriðja "paragrafs", ef þú heldur ennþá að fréttamaðurinn viti ekki hvernig á að fallbeygja orðið kýr. Hvað varðar síðustu setningu athugasemdar þinnar.... margur heldur mig sig. Lifðu heil.

Svartinaggur, 9.11.2007 kl. 00:21

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alltof margir kalla kýr beljur, meira að segja bændur sjálfir. Mamma mín kenndi mér í æsku að það ætti að segja kýr en ekki belja, kind eða ær en ekki rolla, og eftir þessu hef ég farið. Gott hjá þér að vekja máls á þessu.

Svo finnst mér líka að oftar mætti nota sögnina að ganga í staðinn fyrir að labba. 

Ég er sammála því að í rauninni er fréttin ekki fyndin, því þarna skall hurð nærri hælum, eða ætti frekar að segja kýr nærri mönnum? Fólkið hefði annað hvort dáið eða stórslasast hefði kýrin lent á því. Auk þess sem aflífa þurfti dýrið (kúna).

Mér dettur í þessu sambandi í hug sjónvarpsmynd sem ég sá fyrir mörgum árum um dreng sem missti föður sinn vofveifilega, við það að svín féll á hann af svölum. Öllum fannst þetta drepfyndið, meira að segja skólastjóri heimvistarskólans sem strákur var í gat varla haldið aftur af sér. Á endanum hitti hann loks á unglingsárum stúlku sem fannst þetta bara hræðilegt og ekkert fyndið, hún varð auðvitað kærastan hans. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 10:38

7 Smámynd: Sigurjón

Svartinaggur, mig langar að benda þér á að ,,paragraf" þýðir málsgrein á íslenzku.  Þannig átt þú við síðasta orð fyrstu setningar þriðju málsgreinar.

Svo byrja íslenzkar gæsalappir niðri og enda uppi.  Þannig verða þær svona: ,,".

Kveðja, kverúlant.

Sigurjón, 9.11.2007 kl. 10:43

8 identicon

Svartinaggur: Allt í lagi, þessi hefur þá hugsanlega bara skrifað "belja" til þess að vekja athygli á fréttinni.

En því er samt ekki að neita að það eru allt of margir sem nota orðið "belja" bara til þess að þurfa ekki að leggja það á sig að læra að fallbeygja orðið "kýr".

Svo hafa oft komið fyrir alvarlegar stafsetningar-, þýðinga- og oft staðreyndavillur í fréttum á mbl. Ég ætti kannski ekki að segja að fréttamennirnir séu vitleysingar en þeir mættu alveg yfirfara fréttirnar betur og tékka hvort að þeir fari ekki örugglega rétt með staðreyndir o. þ. h.

Sigurjón: Afsakaðu notkun mína á gæsalöppum í þessu svari. Ég er á makka og kann ekki að gera íslenskar lappir ennþá.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 19:09

9 Smámynd: Svartinaggur

Sigurjón, kærar þakkir fyrir vinsamlegar ábendingar. Ég veit að "paragraf" (paragraph) þýðir málsgrein, en ég held líka að málsgrein geti verið setning, þ.e. það sem byrjar á stórum staf og endar með punkti - sér í lagi ef þær eru langar, með einni eða fleiri kommum inni í. Það sem er á milli tveggja komma geti því frekar kallast setning (inni í málsgrein). Því notaði ég orðið "paragraf" til aðgreiningar á þessu tvennu. Kannski er ég að misskilja þetta allt - kannski er málsgrein eingöngu notuð yfir "paragraf".

En varðandi íslenskar gæsalappir, þá veit ég ekki hvar ég get fundið "neðri" gæsalappirnar á lyklaborðinu, og hef látið "þessar" duga. Þú fræðir mig kannski um þetta?

Gunnhildur, ég er sammála að oft eru fréttirnar hinar fáránlegustu í uppsetningu. Enn má sjá fyrirsögn á visir.is: "Lögreglan klúðraði morðinu á Laugalæk". Ég velti því fyrir mér hvernig maður klúðrar morði. Hefði ég verið fréttamaður að skrifa um þetta hefði ég sagt: "Lögreglan klúðraði rannsókninni á morðinu á Laugalæk". Allt í lagi að draga dár af vinnubrögðum, en það má alveg sleppa því að kalla fólk nöfnum.

Svartinaggur, 9.11.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband