SM - Hausmynd

SM

íslensk-katalónsk orðabók

Hitti mann í Katalóníu sem uppá sitt einsdæmi hefur verið að útbúa íslensk-katalónska orðabók, að gamni held ég... Hann hefur aldrei komið til landsins en veit ýmislegt um land og þjóð. Hann er þýsku kennari í Háskóla þarna úti. Gluggaði aðeins í það sem komið er og sum orð voru svolítið skondin, t.d.: ,,leynisamsæri" og ,,lesbískur".  Hmm tæknilega rétt orð en ekki notuð.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Katalónska sér mál, líkt spænsku.

,,Katalónska er töluð á stóru svæði á austur Spáni, um það bil 10 milljonir manna tala katalónsku. Á milli 10 og 11 öld var tungumálið orðið fullmótað. Katalónska birtist fyrst í rituðu máli á seinni hluta 12. aldar, þá í ýmsum skjölum þar á meðal, lagalegum, fjárhagslegum, trúarlegum og sögulegum. Katalónska er tungumál með mikla sögu. Á meðan borgarastyrjöldin stóð þá var katalónska bönnuð meðal almennings en var töluð inn á heimilum.

Í Barcelona eru katalónska og spænksa opinber tungumál. Flest öll skilti á verslunum, veitingastöðum, börum og öðrum stöðum eru á báðum tungumálnum." 

héðan   Fáni katalóna.

Katalónar vilja sjálfstæði frá Spáni og þessi orðabókagerð er eflaust til að styðja það líkt og Fjölnismenn gerðu forðum.

Heimasíða þessa manns, sem heitir Macia.Riutort.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband