15.9.2006 | 16:47
íslensk-katalónsk orðabók
Hitti mann í Katalóníu sem uppá sitt einsdæmi hefur verið að útbúa íslensk-katalónska orðabók, að gamni held ég... Hann hefur aldrei komið til landsins en veit ýmislegt um land og þjóð. Hann er þýsku kennari í Háskóla þarna úti. Gluggaði aðeins í það sem komið er og sum orð voru svolítið skondin, t.d.: ,,leynisamsæri" og ,,lesbískur". Hmm tæknilega rétt orð en ekki notuð.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Katalónska sér mál, líkt spænsku.
,,Katalónska er töluð á stóru svæði á austur Spáni, um það bil 10 milljonir manna tala katalónsku. Á milli 10 og 11 öld var tungumálið orðið fullmótað. Katalónska birtist fyrst í rituðu máli á seinni hluta 12. aldar, þá í ýmsum skjölum þar á meðal, lagalegum, fjárhagslegum, trúarlegum og sögulegum. Katalónska er tungumál með mikla sögu. Á meðan borgarastyrjöldin stóð þá var katalónska bönnuð meðal almennings en var töluð inn á heimilum.Í Barcelona eru katalónska og spænksa opinber tungumál. Flest öll skilti á verslunum, veitingastöðum, börum og öðrum stöðum eru á báðum tungumálnum."
héðan Fáni katalóna.
Katalónar vilja sjálfstæði frá Spáni og þessi orðabókagerð er eflaust til að styðja það líkt og Fjölnismenn gerðu forðum.
Heimasíða þessa manns, sem heitir Macia.Riutort.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.