15.9.2006 | 07:35
OR eina ferðina enn
er gallinn ekki stjórnun þessa fyrirtækis og siðferðisbrestur þeirra stjórnenda?
"Gallinn er kostnaðurinn en markmið nýs meirihluta er að nýta húsið sem best og opna það fyrir eigendum þess sem eru Reykvíkingar." - Guðlaug Þór Þórðarson, stjórnarformann OR.
Guðlaugur Þór segir að í ofangreindum fjárfestingum felist verðmæti og tækifæri og það sé hlutverk nýrrar stjórnar að fá sem mest út úr þeim verðmætum fyrir eigendur og viðskiptavini fyrirtækisins. Þannig verði að horfa til framtíðar en liður í því sé að koma fram með skýrari áherslur. Það endurspeglist m.a. í aukinni áherslu á hefðbundna starfsemi, þ.m.t. umhverfismál.
Getur einhver sagt mér hvað maðurinn er að meina hér?
Höfuðstöðvar OR kostuðu 5,8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:39 | Facebook
Athugasemdir
takk
SM, 15.9.2006 kl. 10:37
Vissulega væri líklega hægt að orða þetta skýrar.
Siðferðisbresturinn við stjórn OR lá hjá fyrrum pólítískri stjórn fyrirtækisins. Á meðan R-listinn var þar við völd virðist vitleysan aðeins hafa magnast ár frá ári.
Ég held að rétt sé að gefa nýrri stjórn tækifæri til að sanna sig.
Vandamálið er að hluta að OR húsið verður ekki "afbyggt", og mér þykir líklegt að söluverðmæti þess sé langt undir kostnaðarverði. Því kemur það í hlut nýrrar stjórnar að reyna að finna sem skynsamlegasta nýtingu á því öllu, til hagsbóta fyrir eigendur og viðskiptavini, sem eru að stórum hluta sömu aðilarnir, þ.e.a.s. reykvíkingar og aðrir þeir sem kaupa vatn og aðra orku.
Sömu sögu er að segja af ýmsum fyrirtækjum sem OR keypti og setti fé í undir stjórn R-listans. Vissulega eru verðmæti í þeim fyrirtækjum og þarft verkefni nýrrar stjórnar er að fá sem mest af þeim til baka með sölu, en það tekur ábyggilega tíma, því ekki borgar sig að halda "brunaútsölu".
Verkefni nýrrar stjórnar að að halda áfram uppbyggingu á "kjarnasviði", en jafnframt að "vinda ofan af" fjárfestingarvitleysu þeirrar stjórnar sem stjórnaði OR fyrir R-listann.
Persónulega óska ég þeim alls hins besta í því verkefni.
G. Tómas Gunnarsson, 15.9.2006 kl. 13:57
nýja stjórnin útbjó auglýsingu. Smart.
SM, 15.9.2006 kl. 14:03
Já þetta er mesta bruðl fyrirtæki sem til er. Þessir stjórnendur eru ekki starfi sínu vaxnir. Þessi auglýsing t.d. var samkvæmt mínum heimildum ein dýrasta auglýsing sem gerð hefur verið !!! Ein sú allra ömurlegasta líka ekki nokkuð tilgangur með henni annar en sá að sýna að þetta fyrirtæki sé rekið í algjöru RUGLI. Svo ég tali nú ekki um veisluhöldin sem eru haldin þarna.
Katla (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 15:07
Sú auglýsing sem hefur vakið mikla athygli nú upp á síðkastið var alfarið á ábyrgð síðustu stjórnar OR - sem starfaði eins og ég hef áður sagt í umboði R-listans, enda var farið að sýna hana fyrir síðustu kosningar. Höfundar "orðsnilldarinnar" mun vera Hallgrímur Helgason, sem af tilviljun er víst eiginmaður varaborgarfulltrúa Samfylkingar.
Hvers vegna hún er ennþá í notkun get ég ekki svarað fyrir, en hugsanlega er meiningin að nota hana eitthvað fyrst lagt var í gerð hennar, en ef ég væri spurður álits, væri réttast að pakka henni saman, en það er önnur saga.
Vissulega hefur forstjórinn verið í mörg ár (ég man ekki hvenær hann var ráðinn), en það er hægara sagt en gert að segja slíkum mönnum upp, þó að viljinn væri fyrir hendi (sem ég er ekkert að fullyrða um).
Hversu mikla ábyrgð hann á að taka á húsbyggingunni, þekkji ég ekki, en mig minnir nú hálfpartinn að byggingarnefnd væri skipuð fyrir húsið, enda yfirdrifið nóg annað fyrir forstjóra að sinna.
Hins vegar þykir mér ákaflega lélegur málflutningur að ætla að skella skuldina vegna húss OR, auglýsingar og annarra afglapa OR, á nýjan meirihluta, sem er búinn að vera við stjórnvölinn í 3 mánuði. Talið við fyrrverandi R-listaflokka, Samfylkingu, VG og Framsókn (sem er að vísu í nýja meirihlutanum. Þeirra er hin pólítíska ábyrgð á því hvernig komið er.
G. Tómas Gunnarsson, 15.9.2006 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.