28.10.2007 | 15:16
Run granny, run
Sá þessa heimildarmynd í gær. Er um Doris "Granny D" Haddock, 94 ára gamla konu sem bauð sig fram á þing fyrir New Hampshire, 2004. Fyrir nokkrum árum, þá níræð, gekk hún yfir þver Bandaríkin til að vekja athygli á lýðræðinu hér og hvatti fólk til að kjósa. Ansi góð hugvekja þessi mynd og ekki vanþörf á að hinn almenni borgari geti boðið sig fram, þar sem framboð hér kostar milljónir. Þetta kosningakerfi hér er bara orðið svo ruglað að það er gott að sjá að fleiri eru orðnir þreyttir á ástandinu hér.
Granny D tjáir sig um eitt kosningamálið, samkynhneigð.
Meginflokkur: USA | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Athugasemdir
Hún virðist nú ekki af baki dottin þessi "gamla" kona.
Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.